Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 38
36
HELGA KRESS
SKÍRNIR
tic concerns, stylistic devices, and image patterns among a number of women
writers; admittedly, many o£ these are also shared by contemporary male
writers, but usually without the central emphasis, and always without the
peculiarly „feminine" situational connotations they hold in women’s
writing — the use of clothing as iconography, for example. And, while
not all women writers exhibit all of the stylistic devices and image pattems
delineated here in all their work, all of those whom I have read do at least
exhibit some of them. Whether this constitutes something we rnight want
to label a „feminine mode," ... is, however, a wholly different question —
and one that... can only be pursued after many more years and after
much more material has become available.2l
V. Stefnur i aðferðafrœði
í öllum þeim fjölmörgu sjónarmiðum og aðferðum sem beitt
er innan kvennarannsókna í bókmenntum, virðist mér mega
greina þrjár meginlínur, sem ég skal hér reyna að lýsa í stór-
um dráttum.
Þessar þrjár línur eða stefnur hef ég kallað 1) forskriftar-
stefnu, 2) hugmyndafrœðigagnrýni og 3) vitundargreiningu. Þótt
dæmin sem ég nefni varði nær eingöngu rannsóknir á kvenna-
bókmenntum, er ekkert því til fyrirstöðu að nota þær allar við
greiningu á kvenlýsingum í verkum karlrithöfunda.
1) Forskriftarstefnan í kvennarannsóknum á upptök sín í
Bandaríkjunum, og er þar kölluð „Prescriptive Feminist Critic-
ism“. Eru henni gerð ýtarleg skil í greinasafni Josephine Dono-
van, Feminist Literary Criticism. An Exploration in Theory
(1975). Einnig má lesa um stefnuna hjá Karin Westman Berg
í greininni „Feministisk litteraturkritik — og mændene“, sem
birtist bæði í Information 27/9 1974 og greinasafni Hans Hertel,
K<j>nsroller i litteraturen (1975). Og í nýjasta greinasafni Karin
Westman Berg, Textanalys fran könsrollssynpunkt (1976), gerir
svo bandaríski bókmenntafræðingurinn Cheri Register nákvæma
grein fyrír aðferðinni og þeim sjónarmiðum sem þar liggja
að baki.
Eitt grundvallarsjónarmið stefnunnar er spurningin um það,
hvernig bókmenntir fái best þjónað kvenfrelsisbaráttunni, og
talar Cheri Register um „att utnyttja litteraturens strategiska
möjligheter“.22 Eru í þessu skyni settar upp reglur fyrir „góðu“