Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 168
166
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Ilún hugði að hann legði höndina yfir hana.
Gísli bíður þá enn um stund og vermir höndina í serk sér, en þau sofna
bœði. Nú tekur hann á Þorgrimi kyrrt, svo að hann vaknaði. Hann hugði
að hún Þórdís vekti hann og snerist þá að henni. Gísli tekur þá klœðin af
þeim annarri hendi en með hinni leggur hann i gegnum Þorgrím með
Grásíðu, svo að í beðinum nam stað.
Nú kallar hún Þórdís og mælti: „Vaki menn í skálanum. Þorgrímur er
veginn, bóndi minn.“
Gísli snýr í brott skyndilega til fjóssins, gengur þar út sem hann hafði
tetlað og lf/kur aftur eftir sér rammlega, snýr heim siðan hina sömu leið,
og má hvergi sjá spor hans.
Droplaugarsona saga
(Þeir Grímur) fóru á brott síðan og þaðan út til Oddmarslækjar fyrir vestan
Eiðaskóg. Við lækinn grófu þeir sér jarðhús og færðu mold alla út á læk-
inn....
.... Þenna aftan gengu þeir Grímur úr jarðhúsinu og heim til Eiða og
ganga inn i fjósdyr. En af fjósi gekk forskáli inn i mannahús. Stóðu þeir
þar og sáu þaðan tiðendin inn i beeinn .... (Grímur sendir Þorkel að njósna
um hvílustað Helga og konu hans). Þorkell var litla stund í brott og
sagði Grími að þau hvíldu utan af seti i lokhvilu og engin hurð fyrir.. .
Og þá gengu þeir heim að dyrunum.... En áður Grímur geltk inn, tók
hann riðvöl í hönd sér og var i skyrtu og linbrókum og hafði enga skó á
fótum. Hann gekk inn i skálann og vissi að skíðahlaði var við dyr þær er
til fjóss voru. En Glúmur hafði um kveldið hnýtt saman hala á öllum naut-
um i fjósi. Þá gekk Grimur i hvílugólf það er var hjá seeng þeirra Helga
og setti þar niður fyrir framan það sem hann hafði í hendi og gekk siðan
að sœnginni og lagði af Helga klæðin.
Hann vaknaði við og mælti: „Tókstu á mér, Þórdís, eða hvi var svo köld
hönd þin?“
„Eigi tók ég á þér,“ sagði hún, „og óvar ert þú. Uggir mig að til mikils
dragi um.“ Og eftir það sofnuðu þau.
Þá gekk Grímur að Helga og tók hönd Þórdísar af honum er hún hafði
lagt yfir hann. Grímur mælti: „Vaki þú, Helgi, fullsofið er.“ En siðan lagði
Grimur sverðinu á Helga, svo að stóð i gegnum hann.
Helgi mælti: „Vaki sveinar i seti, maður vegur að mér.“
Þá tók Grímur tré það er hann hafði niður sett og kastaði. Það kom í
skíðahlaðann, og hljóp hann ofan. Nú hlaupa menn upp i skálanum og
ætluðu þangað vegandann hlaupið hafa er skarkið var að heyra. En Grímur
sneri til sömu dyra sem hann gekk inn.... Þá hljóþ Grimur til dyra og
komst út, en Þorkell rekur aftur hurð, en Glúmur slagbrand fyrir, og fara
til jarðhúss síns og hafa þar fylgsni.