Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 130
128
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKIRNIR
ó, endurminning, hættu, hættl
Mér úr æðum allt er nú
æskufjörið blætt.
Svipi lít eg líða
liðna fram hjá mérl
Undir svella og svíða,
slokkna lífið fer!
En drottinn, æ, ég get ei gleymt
fyrr en banabenjum úr
blóðið allt er streymt."
Sem sjá má, er hér ekki gert ráð fyrir því, að Faraldur sé að
koma úr orustu. Eina vísbendingin um, að svo gæti verið, eru
orðin „undir“ og „banabenjar" í 8. erindi, en þar gæti þó allt
eins vel verið um merkingu yfirfærða í líkingarskyni að ræða,
enda er svo að sjá sem höfundurinn hafi á þessu stigi ekki ætlað
sér að fræða lesendur sína neitt sérstaklega um dánarorsök Far-
alds; helzt er svo að skilja að hann hafi verið orðinn útlifaður
af lífsnautnum, aðframkominn af ellihrörleika eða að bana
korninn af sjúkleika, þegar hann kvað kvæðið. Eina vísbend-
ingin um, að sviðið kynni að vera vígvöllur, er hin óvenjulega
kenning „Skuldar skálm“ í 3. erindi, sem liugsanlega kynni að
geta merkt „vígvöllur", en þýðir þó sennilega aðeins „jörð“.
Þetta er þó gjörbreytt í ljóðabókargerðinni, því að þar hefur
Gísli bætt þremur erindum inn í þennan inngang, sem koma
næst á eftir upphafserindinu og snarbreyta málinu. Þau eru
þannig:
Hölda víg var vegið,
valur á grundu lá,
hafði dauða dregið
dólg á margan ná:
Einn á vangi vettar beið
hinn, er grundu óðals að
átti stundar leið.*
* Smbr. orð Þorsteins Síðuhallssonar (í Njálu, kap. 157), er hann batt
skóþveng sinn á vígvelli og var spurður þess, strax eftir Brjánsbardagann,
hví hann flýði ei sem aðrir menn: „Því“, sagði Þorsteinn, „að eg tek ei
heim í kveld, þar sem eg á heima út á íslandi." [Neðanmálsskýring Gísla.]