Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 206
204
RITDÓMAR
SKÍRNIR
skotun til áþreifanlegra atburða sem hafa gerst eða hafa getað gerst. Önnur
notkun orðsins virðist honum ókunn og hann furðar sig mjög á skilgrein-
ingu Halldórs á raunsæi í fyrirlestrinum „Vandamál skáldskapar á vorum
dögum", og segir: „I erindi sínu talar Halldór máli bókmenntalegs raunsæis.
Skýrgreining hans á því hugtaki er næsta frumleg. Hann tengir það ekki
neinum fagurfræðilegum eiginleikum skáldverksins, heldur viðbrögðum les-
enda“ (187).
Við þetta er ýmislegt að athuga. í fyrsta lagi er skilgreining Halldórs á
raunsœi ekki eins „frumleg" og Hallberg heldur. Hér er einfaldlega um
að ræða raunsæishugtak sósíalistískrar bókmenntafræði sem var mjög á döf-
inni í bókmenntalegri umræðu fjórða og fimmta áratugarins (sbr. t. a. m.
Georg Lukács og Bertolt Brecht og fræga deilu þeirra um inntak raunsæis
á fjórða áratugnum). Að Halldór tengi „ekki raunsæið við fagurfræðilega
eiginleika skáldverks" er misskilningur Hallbergs. Það er einmitt eitt grund-
vallaratriði f listaskoðun Halldórs, að hann aðskilur ekki efni og form, og
er skilgreining hans á raunsæi f fullu samræmi við það. Af fjölmörgum
ummælum, bæði fyrr og síðar, vil ég hér benda á smágrein sem hann skrifaði
um Nínu Tryggvadóttur og beinlínis fjallar um þetta atriði. Segir þar
t. a. m. að Nína máli abstrakt „af því heimurinn er svo abstrakt" (Upphaf
mannúðarstefnu 1965). Þegar Hallberg síðan útskýrir raunsæi Halldórs sem
„viðbrögð" lesenda, er það ekki nema hálfur sannleikurinn og varla það.
I fyrirlestrinum um vandamál skáldskapar á vorum dögum, og raunar
hvarvetna annars staðar þar sem Halldór víkur að þessu efni, og það er oft,
kemur það skýrt fram að „viðbrögð lesenda“ er aðeins önnur hlið á því sem
hann hefur nefnt „víxlverkan skáldskapar og þjóðarkjara“ (Vettvángur dags-
ins 1942 í greininni „Inngángur að Passiusálmum"). Hin hlið málsins, og
kjarni þess, er að listin hljóti að vera tjáning þess lffs sem hún er sprottin
af. Öll koma þessi þrjú atriði reyndar mætavel fram f nefndum fyrirlestri,
og ef til vill hvergi eins greinilega og einmitt þar.
Með eftirfarandi orðum gerir Halldór þar grein fyrir muninum á raun-
sæishugtaki pósitívismans (og þar með Peter Hallbergs), sem hann hafnar,
og hugtaki sósíalisma: „Manni finst að það sem kallað er realismi hljóti að
vera mjög ákveðið hugtak, alveg óafstætt hugtak; að það geti varla verið mik-
ill vandi að benda á hvað sé dagsanna og hvað ekki. En nú hefur það komið
uppúr dúrnum að raunsæi eða raunhæf stefna í list og bókmentum er
ekki óafstætt hugtak. Auk hinnar gömlu góðu raunsæisstefnu frá fyrri öld
er nú einnig komin til sögunnar þjóðfélagsleg raunsæisstefna, sósfalskur og
meira að segja sósíalistískur realismi.. . / minum augum sýnir raunsœis-
stefna i skáldskap ekki mynd veruleikans einsog hann er, þó hún kaþpkosti
að sýnast veruleikanum undirgefin og leitist við að vera lýsing á manngerð-
um og atburðum sem sannanlega hafa átt eða eiga sér stað“ (201—203). Síðan
víkur hann að hinni nýju skilgreiningu (og hallast þar tvímælalaust á sveif
með Brecht gegn Lukács): „Raunsæisstefna er í mínum augum ekki heldur
sérstakt form; hún getur verið öll form; hún er umfram alt listastefna eða