Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1977, Side 206

Skírnir - 01.01.1977, Side 206
204 RITDÓMAR SKÍRNIR skotun til áþreifanlegra atburða sem hafa gerst eða hafa getað gerst. Önnur notkun orðsins virðist honum ókunn og hann furðar sig mjög á skilgrein- ingu Halldórs á raunsæi í fyrirlestrinum „Vandamál skáldskapar á vorum dögum", og segir: „I erindi sínu talar Halldór máli bókmenntalegs raunsæis. Skýrgreining hans á því hugtaki er næsta frumleg. Hann tengir það ekki neinum fagurfræðilegum eiginleikum skáldverksins, heldur viðbrögðum les- enda“ (187). Við þetta er ýmislegt að athuga. í fyrsta lagi er skilgreining Halldórs á raunsœi ekki eins „frumleg" og Hallberg heldur. Hér er einfaldlega um að ræða raunsæishugtak sósíalistískrar bókmenntafræði sem var mjög á döf- inni í bókmenntalegri umræðu fjórða og fimmta áratugarins (sbr. t. a. m. Georg Lukács og Bertolt Brecht og fræga deilu þeirra um inntak raunsæis á fjórða áratugnum). Að Halldór tengi „ekki raunsæið við fagurfræðilega eiginleika skáldverks" er misskilningur Hallbergs. Það er einmitt eitt grund- vallaratriði f listaskoðun Halldórs, að hann aðskilur ekki efni og form, og er skilgreining hans á raunsæi f fullu samræmi við það. Af fjölmörgum ummælum, bæði fyrr og síðar, vil ég hér benda á smágrein sem hann skrifaði um Nínu Tryggvadóttur og beinlínis fjallar um þetta atriði. Segir þar t. a. m. að Nína máli abstrakt „af því heimurinn er svo abstrakt" (Upphaf mannúðarstefnu 1965). Þegar Hallberg síðan útskýrir raunsæi Halldórs sem „viðbrögð" lesenda, er það ekki nema hálfur sannleikurinn og varla það. I fyrirlestrinum um vandamál skáldskapar á vorum dögum, og raunar hvarvetna annars staðar þar sem Halldór víkur að þessu efni, og það er oft, kemur það skýrt fram að „viðbrögð lesenda“ er aðeins önnur hlið á því sem hann hefur nefnt „víxlverkan skáldskapar og þjóðarkjara“ (Vettvángur dags- ins 1942 í greininni „Inngángur að Passiusálmum"). Hin hlið málsins, og kjarni þess, er að listin hljóti að vera tjáning þess lffs sem hún er sprottin af. Öll koma þessi þrjú atriði reyndar mætavel fram f nefndum fyrirlestri, og ef til vill hvergi eins greinilega og einmitt þar. Með eftirfarandi orðum gerir Halldór þar grein fyrir muninum á raun- sæishugtaki pósitívismans (og þar með Peter Hallbergs), sem hann hafnar, og hugtaki sósíalisma: „Manni finst að það sem kallað er realismi hljóti að vera mjög ákveðið hugtak, alveg óafstætt hugtak; að það geti varla verið mik- ill vandi að benda á hvað sé dagsanna og hvað ekki. En nú hefur það komið uppúr dúrnum að raunsæi eða raunhæf stefna í list og bókmentum er ekki óafstætt hugtak. Auk hinnar gömlu góðu raunsæisstefnu frá fyrri öld er nú einnig komin til sögunnar þjóðfélagsleg raunsæisstefna, sósfalskur og meira að segja sósíalistískur realismi.. . / minum augum sýnir raunsœis- stefna i skáldskap ekki mynd veruleikans einsog hann er, þó hún kaþpkosti að sýnast veruleikanum undirgefin og leitist við að vera lýsing á manngerð- um og atburðum sem sannanlega hafa átt eða eiga sér stað“ (201—203). Síðan víkur hann að hinni nýju skilgreiningu (og hallast þar tvímælalaust á sveif með Brecht gegn Lukács): „Raunsæisstefna er í mínum augum ekki heldur sérstakt form; hún getur verið öll form; hún er umfram alt listastefna eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.