Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 152
150
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
Frakkakonungs (Histoire de Saint Louis) eftir Jean Joinville
(um 1224—1317) nefnir höfundur þjónustumann sinn í sjöundu
krossferð suður í Akursborg (Accra) árið 1250 »le pére Jehan
Caym de Sainte-Manehost«, þ. e. Jean Chaim eldra (eða föður
Jeans Chaim) frá Saint-Menehould í Marne-héraði í Frakklandi.
Kveðst Joinville hafa tekið hann í þjónustu sína erlendis. Litlu
síðar nefnir hann þennan mann eingöngu »Caym de Sainte-
Maneho(s)t« og segir, að hann hafi þjónað sér í tvö ár og betur
en nokkur annar.73 Það er einkennilegt að sjá þessi tvö manna-
nöfn, Ólafur chaim á íslandi og Jehan Caym í Frakklandi, í
ritum samtímasagnaritara með örfárra ára millibili.
Rétt er að víkja nánar að suðurferðum íslendinga á þessum
tímum og gefa sérstakan gaum að vestustu suðurleiðinni með-
fram ströndum Spánar og Portúgals. Kemur það til af því, að
Spánn og reyndar Íberíuskagi allur var eitt höfuðsetur og helzta
griðland Gyðinga í Evrópu allt frá komu Serkja (Mára) til
Spánar á 8. öld og fram yfir daga Ólafs chaims, og er tímaskeið
þetta nefnt »spánska tímabilið« í sögu Gyðinga.74 Var vegur
þeirra ekki aðeins mikill í þeim hluta skagans, sem Márar réðu
fyrir, heldur einnig í hinum vaxandi kristnu ríkjum á norðan-
verðum Íberíuskaga. Er talað um endurreisnarskeið (»reness-
ans«) Gyðinga í löndum þessum á 10.—13. öld, er Gyðingar
urðu meðalgöngumenn milli hins serkneska menningarheims
og Vestur-Evrópu með þýðingum á ritum Serkja, m. a. um
stjörnufræði, tölvísi og læknisfræði.75 Má í því viðfangi minnast
þess, að íslendingar fóru ekki varhluta af þekkingu á serknesk-
um fræðum að fornu. Hefur fræðimönnum á vorum tímum
komið á óvart, hver kynni íslendingar á 12. öld höfðu af serkn-
eskum stjarnfræðiorðum og stjörnuheitum, svo sem í ljós kem-
ur af glósum í einu höfuðhandriti Ríms I, Gl. kgl. sml. 1812, 4to,
sem talið hefur verið ritað 1187.76 Þar við mætti bæta, að sumir
fræðimenn ætla, að sögn Tur-Sinai prófessors, að Chaims-nafn
Gyðinga sé sprottið upp á Íberíuskaga, eins og fyrr getur.
Á dögum Ólafs chaims áttu kynni norrænna manna af Íberíu-
skaga sér þegar alllangan aldur. Eftir stofnun norræns ríkis í
Norðmandí á 9. öld hófust víkingaferðir til Suðurlanda.
Hjuggu norrænir víkingar strandhögg víða í ríkjum Mára á