Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 157
SKÍRNIR
ÓLAFUR CHAIM
155
erindi að sækja heim Santiago de Compostela í Galisíu, eða
Jákobslandi, sem svo er nefnt í vísu Einars Skúlasonar108 og í
Morkinskinnu,109 en Santiago var mesti helgistaður kristinna
manna á miðöldum næst Jórsölum og Rómaborg.110 Helgi stað-
arins stafaði af því, að þar trúðu kristnir menn, að væri gröf
eins þeirra þriggja postula, sem næstir stóðu Kristi, heilags
Jakobs eldra, bróður Jóhannesar. Það jók enn sókn manna til
staðarins, að heilagur Jakob var sérstakur verndardýrlingur píla-
gríma og enn fremur kristinna Spánverja í »hinu heilaga spánska
stríði« gegn Márum, er stóð sem hæst á 12. og 13. öld. Á síðara
hluta 12. aldar var stofnuð á Spáni riddararegla lielguð heilög-
um Jakobi, Santiago de la Espada, eða Heilagur Jakob af
Sverði, en sverð var helgitákn postulans. Verndaði reglan píla-
gríma, rak m. a. gistihús (spítala) fyrir þá og hélt uppi baráttu
gegn Márum.111 í þeirri baráttu urðu kristnir menn sigursælir
á 13. öld undir forystu Jakobs (Jayme) I sigurvegara, er sat að
ríkjum 1213—76 og vann mikil lönd af Márum.112
Nikulás ábóti getur þessarar pílagrímsleiðar í Leiðarvísi sín-
um, er hann segir: »í Lunu koma leiðir saman af Spáni ok frá
Jakobs.«113 Og kunnugt er, að laust fyrir aldamótin 1200 fór
liinn nafntogaði læknir Hrafn Sveinbjarnarson (d. 1213) til
heilags Egidium í Ilansborg við mynni Rónarfljóts og þaðan
»vestr til Jakobs« (þ. e. til Santiago).114 En fleiri lærðir íslend-
ingar en Hrafn Sveinbj arnarson héldu á þessum árum til Suður-
landa, og hafa sumir stofnað til persónulegra kynna og tengsla
við þarlenda menn, svo sem lesa má út úr orðum Haukdæla
þáttar um samtímamann Hrafns og að nokkru Ólafs chaims,
Gizur Hallsson (d. 1206); »Oft fór hann af landi brott ok var
betr metinn í Róma en nökkurr íslenzkr maðr fyrr honum af
mennt sinni ok framkvæmð. Honum varð víða kunnigt um
suðrlöndin, ok þar af gerði hann bók þá, er heitir Flos pere-
grinationis.«115
Af því, sem hér hefur verið rakið, ætti að vera Ijóst, að ferðir
norrænna manna til Suðurlanda á 12. og 13. öld — og þá einnig
til Íberíuskaga — voru tíðari en ætla mætti í fljótu bragði. Sér-
staka athygli vekur, að höfuðleið norrænna krossfara á þessum
öldum lá vestur með ströndum Spánar og Portúgals, þar sem