Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 132
130
EYSTEINN SIGURÐSSON
SKÍRNIR
heims á hverjum degi
heldur áfram jafnt.
Þig eg, stjarnan bezta, bið,
að lýsir æ að þessu þú.
Þarf ei klerka við!
Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum, að hér er
gjörbreytt niðurstöðu kvæðisins. í stað bölsýnnar niðurstöðu,
þar sem allt mannlíf er einskis vert og engin von um neitt betra,
er kominn hinn kristilegi boðskapur kirkjunnar um það, að
Kristur hafi frelsað hrjáð mannkyn með dauða sínum á kross-
inum, og skáldið hefur aukheldur öðlazt örugga trú á framtíð
þessa sama mannkyns. Þetta skýrir einnig ummæli, sem Gísli
lætur falla í margtilvitnuðum formála sínum:
... Frelsisást og lotning fyrir hinu æðsta ásamt tilfinningu fyrir öllu því,
er stórkostlegt hefr einnig verið í heiminum, er kjarninn í eðli „Faralds", og
að lýsa honum svo var frá upphafi tilgangr kvæðisins, þó það kæmi ei
nógu greinilega fram í upphafi og niðurlagi þess af því mér tókst þá ei
strax að orða það sem eg vildi. Þessu hefi eg nú því og viljað bæta úr og
læt nú „Faraldr" í annað sinn hefja norðrgöngu sína til íslands með þeim
boðskap, að hvað sem annars megi segja um hann, þá hafi hann þó aldrei
verið neinn „Kristleysingi", þó líklegt sé hann hafi ei heldr verið mjög
trúrækinn á kyrkjukenningar, hvort sem heldr eru lútherskar eða ann-
að... .10
Niðurstöður þessara athugana á kvæðinu Faraldur verða þá
sem hér segir. Gísli segir í formála sínum að kvæðinu, að það
sé byrjað 1846 og að mestu lokið 1847. Á þessum tíma er hann
undir gífurlegum Byronsáhrifum, og mótar það alla stefnu og
anda kvæðisins. Við sjáum þó af Dagbók hans í Höfn, að þrátt
fyrir þessi ummæli hefur hann ekki lokið kvæðinu fyrr en í
apríl 1848.11 Á þeim tíma var febrúarbyltingin í París afstaðin,
og áhugi Gísla á frelsishreyfingunum í Evrópu vaknaður til
fulls. Ef hann hefur byrjað á Faraldi með það í huga, að kvæð-
ið flytti eintóman lífsleiðaboðskap, þá hefur hann vafalaust
fundið það ekki seinna en vorið 1848, að til var fær leið til að
láta Farald fara til að komast út úr þeirri blindgötu örvænt-
ingarinnar, sem hann hafði lokað hann inni í. Þessi leið var