Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 150
148
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
SKÍRNIR
Kala Kolssyni Orkneyjar hálfar við Pál jarl Hákonarson ok
jarlsnafn með. Hann gaf honum ok nafn Rggnvalds jarls Brúsa-
sonar, því at Gunnhildr, móðir hans, sagði hann verit hafa
g0rviligastan allra Orkneyingajarla, ok þótti þat heillavænligt.
Þenna hlut Orkneyja hafði átt Magnús inn helgi, móðurbróðir
Rggnvalds kala.«56 Svo sem sjá má, varð hið upphaflega skírnar-
nafn Rögnvalds jarls jafnskjótt að kenningarnafni hans í munni
söguhöfundar, enda þægilegt að nefna hann Rögnvald kala til
aðgreiningar frá hinum fyrra Rögnvaldi Orkneyjajarli. Síðar
nefnir söguhöfundur hann þó jafnan eingöngu Rögnvald jarl,
en hann er þó víða í ritum nefndur Rögnvaldur kali.
Einn hirðmanna Hákonar gamla Noregskonungs er nefndur
Gunnar Mírmann í Eirspennli 1239, og mun síðargreinda nafnið
sótt í þýdda riddarasögu, Mírmanns sögu. í Fríssbók er Gunnar
Mírmann aðeins nefndur Mirmann. í Noregi koma einnig fyrir
klerkanöfnin Jóhannes Ovidius (prestur að Ölvishaugi í Þránd-
heimi 12 80)58 og Auðunn Plato (prestur í Björgvin 1309).59
Sennilega er hér um að ræða sama nafnsið og tíðkaðist í Dan-
mörku og fyrr er getið, sbr. einkum hin klassísku mannanöfn
þar í landi: Hector og Chion, en í Noregi virðast bæði nöfn
klerkanna hafa verið notuð í einu, og er trúlegt, að almenningur
hafi litið á erlendu nöfnin sem viðurnefni.
Ekki er kunnugt um öruggt dæmi um tvínefni hér á landi að
fornu. Eina dæmið, sem talað hefur verið um, er nafn Magnúss
Agnars Andréssonar, sem getið er í Sturlungu 1264.60 En það
dæmi er hæpið, eins og Ólafur Elalldórsson hefur bent mér á,
því að í eftirritum Króksfjarðarbókar stendur: »váru þar Andr-
éssynir Eyjólfr ór Skarði ok Brandr ór Skógum ok Magnús
Agnarr«, en í Br og H er liinu síðara ok þó sleppt,61 og gæti það
bent til, að hér væri um tvo menn að ræða. Til hins sama kynni
að benda, að áður er getið um Magnús Andrésson í Br og V62
og litlu síðar um Agnar Andrésson,63 og er þó þess að gæta, að
samkvæmt hinum danska tvínefnissið virðast menn að jafnaði
hafa verið nefndir nöfnunum tveimur á víxl, aðeins öðru í einu.
Svo sem ráða má af framanrituðu, eru ekki kunn örugg
dæmi um það á íslandi á 12. og 13. öld, að útlend mannanöfn
væru gerð að viðurnefnum né heldur, að tvínefni hafi tíðkazt.