Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 215
SKIRNIR
RITDÓMAR
213
undar hafi reynt að taka létt á erfiðum orðum. Helsti galli bókarinnar er
líklega sá að höfundar gera umhugsunarlaust ráð fyrir að notandi bókar-
innar kunni dönsku allvel, líkast til vegna þess að þeir hafa ekki gert sér
glögga grein fyrir mismunandi þörfum ólikra lesendahópa. Að okkar mati
liefðu ýtarlegri orðskýringar aukið verulega gildi bókarinnar, bæði um stíl-
blæ íslensku og merkingarmun dönsku orðanna. í staðinn hefði e.t.v. mátt
fella niður sumar greinar um samsett orð og um gömul menningarsögu-
leg orð.
En lesendur á norðurlöndum mega vissulega vera hæstánægðir með bók-
ina. Mjög sérfræðilegt mál þarf til að það komist undan bókinni, sbr. að
orð eins og rússagrý la er hér á sínum stað. Uppsetning stóru greinanna er
til fyrirmyndar, það er sem sé mjög auðvelt að nota bókina, og letrið snot-
urt og auðlesið. Eitt má undravert heita: við höfum ekki fundið eina ein-
ustu prentvillu í bókinni.
í rauninni eru aðeins ein alvarleg lýti á íslensk-danskri orðabók, og það
er verð hennar. Bók eins og þessa ætti að niðurgreiða engu síður en kart-
öflur. Minnsta kosti er hún hvorki mygluð eða möðkuð.
Peter Rasmussen
Erik Skyum-Nielsen
SARA GARNES:
QUANTITY IN ICELANDIC
Hamburger Phonetische Beitrage 18
Helmut Buske Verlag, Hamburg 1976
Verk Söru Garnes er tvímælalaust stærsta framlag til rannsóknar á hljóð-
lcngd í íslenzku, sem til þessa hefur verið unnið. Hér er um að ræða rit,
sem opnar að rnörgu leyti ný viðhorf til þessa vandamáls og sem enginn,
sem fæst við hljóðfræði og hljóðkerfislýsingu nútímaíslenzku, getur gengið
framhjá. Þar með er ekki sagt, að allar framsettar kenningar séu ótvíræður
sannleikur, en jafnt af mistökum ritsins sem af árangri þess er hægt að
draga lærdóm bæði um íslenzkt mál almennt og um stefnumörkun, þegar
víðtækari rannsóknir á þessu vandamáli verða gerðar í framtíðinni.
Það mun öllum kunnugt, hvernig hljóðlengd er háttað í íslenzku og því
er ekki ástæða til að rekja þær reglur hér. Þess vegna kemur mjög á óvart
að sjá, að orð eins og brúnn, völlur, kakka og önnur lík hafa verið tekin
með í þessa rannsókn. Hér hefur stafsetningin villt um, því að tvöföldu
samhljóðarnir tákna hér tvo ólíka samhljóða. Þessi orð eiga því ekki heima
í rannsókn af þvi tagi, sem Sara hefur tekizt á hendur. Sara gagnrýnir þá
skoðun undirritaðs, að hinn svokallaði aðblástur sé í rauninni ekki annað
en samhljóðinn h (bls. 2, 15-16, 183, 189-190, 233-235). Málefnaleg gagn-
rýni er réttmæt, en í sinni eigin rannsókn færir Sara beztu hugsanleg rök
fyrir því, að hér sé um að ræða sjálfstætt samhljóð, sem í engu greinir sig