Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 210

Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 210
208 RITDÓMAR SKIRNIR Yfirleitt er þessu efni, samhengi bókmennta og þjóðfélags, vísað til sérstakra inngangskafla, en ekki fellt inn í meginmál. Svipaður misbrestur hefur orðið á öðru stefnumiði verksins, verkgreiningunni. En umfjöllun skáldverkanna einkennist meir af beinni endursögn þeirra en greiningu, oft með eins konar túlkunardrögum, gjarnan með áherslu á sálfræðilegum hæfileikum höf- undanna. Talsvert er hins vegar efnislega nýtt í ritinu. Nýnorskar bókmenntir í óbundnu máli og einkenni þeirra hafa ekki fyrr verið teknar fyrir í heild né jafnrækilega og Bjarte Birkeland gerir hér. Barna- og unglingabókmennt- ir hafa heldur ekki komist inn í norska bókmenntasögu fyrr. Höfundur sjötta bindis, W'illy Dahl, hefur látið hafa eftir sér að kvennabaráttan nýja iiafi i mörgu breytt viðhorfum hans til bókmennta og bókmenntasögu (Bergens tidende 12/11 1975). Þrátt fyrir þessi orð Willy Dahls er ekki hægt að segja að kvennabók- menntum, hvað þá stöðu kvenrithöfunda, sé nokkur sérstakur gaumur gef- inn. Hvergi er t. a. m. bent á hve fáar konur eru meðal rithöfunda, né þá reynt að gefa skýringu á því. Kaflarnir um kvenrithöfundana einkennast oft af riddaralegri hæversku í þeirra garð, þeim er jafnvel hrósað fyrir útlit, eins og t. a. m. kemur fram í kaflanum um Ragnhild Jplsen sem hefst með heldur dulrænni lýsingu á mynd af henni. Um Liv Kpltsow, einn helsta norska kvenrithöfund dagsins í dag, er fjallað í fjórum línum, en hins vegar birtar af henni tvær myndir. Ekki beinist heldur áhugi ritsins að stöðu kvenna í bókmenntum. Ihaldssamra og alræmdra viðhorfa Sigrid Undsets til kvenréttinda er t. a. m. að engu getið. Það sem í þessu riti kann að vekja mesta athygli íslendinga er hluti Holm-Olsens um miðaldabókmenntir í Noregi. Hann gerir upp bók- menntaarfinn og norska bókmenntasögu og leitast við að flokka þessar bók- menntir í stórum dráttum í norskar, íslenskar og norsk-íslenskar. íslendinga- sögurnar telur hann íslenskar og fjallar þar af leiðandi ekki um þær. Sárara er honum um Eddukvæðin, sem hann telur norsk-íslensk. Holm-Olsen hefur mikla þekkingu á Eddukvæðum, og fyrir tveimur árum kom út eftir hann ný þýðing þeirra á norskt bókmál (Edda-dikt, 1975). Rök Holm-Olsens fyrir þjóðemi Eddukvæða kunna að þykja nokkuð veik, og reyndar fer hann lítið inn á þær hálu brautir: „Det er naturlig á regne med at eddadiktningen, slik vi kjenner den, er norsk-islandsk. Den har sitt grunnlag i vikingtidens Norge og er f0rt videre ved omdiktning og ny- diktning pá Island." (259). Upphaf þeirra rekur hann til rúnaáletrana í Skandinavíu sem „fprer oss inn i et kulturmiljo som vi kjenner fra den norrpne edda- og skaldediktningen, slik den er nedskrevet i islandske hánd- skrifter fra h0ymiddelalderen. Denne diktningen har eldgamle rptter.. (27—28). í samræmi við norska hefð í bókmenntarannsóknum, sem fyrr líkti Islendingasögum við þjóðsögur og geymd þeirra í mannaminnum um hundr- uð ára (Liest0l), telur Holm-Olsen að Eddukvæði hafi varðveist eftir sömu lögmálum og norsku þjóðkvæðin sem voru skrásett á 19. öld. Um þetta segir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.