Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 210
208
RITDÓMAR
SKIRNIR
Yfirleitt er þessu efni, samhengi bókmennta og þjóðfélags, vísað til sérstakra
inngangskafla, en ekki fellt inn í meginmál. Svipaður misbrestur hefur orðið
á öðru stefnumiði verksins, verkgreiningunni. En umfjöllun skáldverkanna
einkennist meir af beinni endursögn þeirra en greiningu, oft með eins konar
túlkunardrögum, gjarnan með áherslu á sálfræðilegum hæfileikum höf-
undanna.
Talsvert er hins vegar efnislega nýtt í ritinu. Nýnorskar bókmenntir í
óbundnu máli og einkenni þeirra hafa ekki fyrr verið teknar fyrir í heild
né jafnrækilega og Bjarte Birkeland gerir hér. Barna- og unglingabókmennt-
ir hafa heldur ekki komist inn í norska bókmenntasögu fyrr. Höfundur
sjötta bindis, W'illy Dahl, hefur látið hafa eftir sér að kvennabaráttan nýja
iiafi i mörgu breytt viðhorfum hans til bókmennta og bókmenntasögu
(Bergens tidende 12/11 1975).
Þrátt fyrir þessi orð Willy Dahls er ekki hægt að segja að kvennabók-
menntum, hvað þá stöðu kvenrithöfunda, sé nokkur sérstakur gaumur gef-
inn. Hvergi er t. a. m. bent á hve fáar konur eru meðal rithöfunda, né þá
reynt að gefa skýringu á því. Kaflarnir um kvenrithöfundana einkennast
oft af riddaralegri hæversku í þeirra garð, þeim er jafnvel hrósað fyrir útlit,
eins og t. a. m. kemur fram í kaflanum um Ragnhild Jplsen sem hefst með
heldur dulrænni lýsingu á mynd af henni. Um Liv Kpltsow, einn helsta
norska kvenrithöfund dagsins í dag, er fjallað í fjórum línum, en hins vegar
birtar af henni tvær myndir. Ekki beinist heldur áhugi ritsins að stöðu
kvenna í bókmenntum. Ihaldssamra og alræmdra viðhorfa Sigrid Undsets
til kvenréttinda er t. a. m. að engu getið.
Það sem í þessu riti kann að vekja mesta athygli íslendinga er hluti
Holm-Olsens um miðaldabókmenntir í Noregi. Hann gerir upp bók-
menntaarfinn og norska bókmenntasögu og leitast við að flokka þessar bók-
menntir í stórum dráttum í norskar, íslenskar og norsk-íslenskar. íslendinga-
sögurnar telur hann íslenskar og fjallar þar af leiðandi ekki um þær. Sárara
er honum um Eddukvæðin, sem hann telur norsk-íslensk. Holm-Olsen hefur
mikla þekkingu á Eddukvæðum, og fyrir tveimur árum kom út eftir hann
ný þýðing þeirra á norskt bókmál (Edda-dikt, 1975).
Rök Holm-Olsens fyrir þjóðemi Eddukvæða kunna að þykja nokkuð veik,
og reyndar fer hann lítið inn á þær hálu brautir: „Det er naturlig á regne
med at eddadiktningen, slik vi kjenner den, er norsk-islandsk. Den har sitt
grunnlag i vikingtidens Norge og er f0rt videre ved omdiktning og ny-
diktning pá Island." (259). Upphaf þeirra rekur hann til rúnaáletrana í
Skandinavíu sem „fprer oss inn i et kulturmiljo som vi kjenner fra den
norrpne edda- og skaldediktningen, slik den er nedskrevet i islandske hánd-
skrifter fra h0ymiddelalderen. Denne diktningen har eldgamle rptter..
(27—28). í samræmi við norska hefð í bókmenntarannsóknum, sem fyrr líkti
Islendingasögum við þjóðsögur og geymd þeirra í mannaminnum um hundr-
uð ára (Liest0l), telur Holm-Olsen að Eddukvæði hafi varðveist eftir sömu
lögmálum og norsku þjóðkvæðin sem voru skrásett á 19. öld. Um þetta segir