Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 133
SKÍRNIR FARALDUR GÍSLA BRYNJULFSSONAR 131
að láta leiða hans á heiminum umhverfis sig reka hann út í að
taka þátt í bardaga fyrir framgangi frelsishugsjónarinnar í heim-
inum og falla þar fyrir trú sína á hugsjónir framtíðarinnar. Þá
á e. t. v. talið um sár Faralds í 8. erindi Norðurfaragerðarinnar
rót sína að rekja til þessa. Þetta var reyndar líka í eðli sinu
hliðstætt því, sem hin mikla fyrirmynd Gísla, Byron lávarður,
hafði gert, er hann tók þátt í frelsisstríði Grikkja og féll þar
árið 1824.
Gísla hefur þó ekki tekizt að skapa frásagnarlausn í kvæðið
að þessu sinni, sem væri í samræmi við þær hugmyndir, sem
hann segist þá þegar hafa gert sér um eðli aðalsöguhetjunnar.
Þegar hann svo, nær fjórum áratugum síðar, fer að búa Farald
til endurprentunar, breytir hann upphafinu og niðurlaginu.
Kvæðið fær þá mun bjartsýnni umgjörð og niðurstöðu; í stað-
inn fyrir lífsleiða í anda Byrons er bardagagleði, innblásin af
frelsishugsjónum febrúarbyltingarinnar 1848, orðin að megin-
boðskap kvæðisins, og boðskapur kristinnar kirkju um eilíft
líf eftir dauðann gegnir þar einnig nokkru hlutverki.
í upphaflegri gerð sinni, Norðurfaragerðinni, er Faraldur því
lífsleiðakvæði, hliðstætt við Grát Jakobs yfir Rakel, og bæði
kvæðin innblásin af heimshryggð þeirri, sem í tízku hafði verið
í Evrópu áratugina áður. í yngri gerðinni, Ijóðabókargerðinni,
er kvæðið Faraldur orðið að baráttukvæði, þar sem lofsungin
er barátta fyrir frelsi allra þeirra, sem búa við kúgun og ofríki,
undan áþján sinni, og boðuð trú á það, að í framtíðinni eigi
frelsishugsjónin eftir að þoka mannkyninu stöðugt áleiðis.
1 Eiríkur Hreinn Finnbogason: Inngangur (að Dagbók í Höfn eftir Gísla
Brynjúlfsson, Rvk. 1952), bls. 10—11.
2 Eiríkur Hreinn Finnbogason: Dagbók Gísla Brynjúlfssonar; Ástríður,
bréf frá Gísla Brynjúlfssyni til Gríms Thomsen (Skírnir 1949, sbr. Dag-
bók í Höfn, bls. 277 o. áfr.).
3 Eiríkur Hreinn Finnbogason: Dagbók Gísla Brynjúlfssonar, bls. 153.
■t Gísli Brynjúlfsson: Dagbók í Höfn, Eiríkur Hreinn Finnbogason bjó
til prentunar (Rvk. 1952).
5 Gísli Brynjúlfsson: Ljóðmæli (Kmh. 1891).
f> „Gamla-árs kvöld 1849“, í Kvæðum Jóns (Kmh. 1919), bls. 102.