Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 84
82
SVEINN SKORRI HOSKULDSSON
SKIRNIR
Skúlde Omarbejdelsen mislýkkes, saa var mit Húm0r og Arbejdsevne 0delagt
for lang Tid. Forel0big vil jeg skrive flittig paa Romanen, som [jeg] haaber
at kúnne g0re interessant. Jeg tjener ogsaa lidt ved at skrive Kroniker (Skit-
ser og Fortællinger) til „Reform“ — Afholdsbladet. Og jeg holder mig til der,
da der er Penge at tjene. Forpvrigt er Bladet (naar bortses fra den Masse
Afholdsagitations stof) — som der kommer i Stedet for andre Bl. Politik —
bedre en [sic] mange andre Provinsblade.— Jeg faar vel mit Honorar fra „S0n-
dagsbl." gennem Dem. Elle[rs] kan De, hvis De vil, meddele Redakt0ren
min Adresse. Det er bedst han sender mig det han ikke benýtter. Ogsaa
Fortællingen. Der kan maaske laves lidt om paa den. saa den bliver
brúgelig.16
Það urðu „Smaafortællinger“ Gunnars, er hann gat um í bréf-
inu, og aðrir smámunir, sem þénuðu honum til lífsuppihalds
fyrstu árin í Kaupmannahöfn. Fyrstu sögur sínar á dönsku
kvaðst Gunnar17 hafa birt í tímariti, er þeir hefðu gefið út
Frederik Hegel og Axel Garde, og nefndi hann það Maaneds
Magasinet.18
Strax 30. júní 1910 bókar Gunnar fyrstu ritlaun sín eftir kom-
una til Kaupmannahafnar, fyrirframgreiðslu, kr. 20.00, frá
Maaneds Magasinet, og 15. júlí fær hann greiddar eftirstöðvarn-
ar, kr. 30.00.
Þetta eru geysihá ritlaun fyrir sögu, sem var níu blaðsíður í
ritinu. Hún birtist svo myndskreytt af Baldvini Björnssyni og
Eþnarij J[ónssyni] í Maaneds Magasinet 7. ágúst 1910 og er hið
fyrsta, sem við samningu þessarar greinar varð fundið í blöðum
og tímaritum í Kaupmannahöfn eftir Gunnar Gunnarsson.
Sagan nefnist „Præsten" og er samin út af þjóðsögunni um
Miklabæjar-Solveigu, en nöfnum breytt.
Öðrum eins ritlaunum og fyrir „Præsten" átti Gunnar ekki
að hrósa á næstunni, og á þeim tíma, sem minnisbók hans um
tekjur og gjöld nær yfir, bókfærir hann samtals kr. 258.99 sem
ritlaun. Sum þeirra verka, sem hann fékk greitt fyrir 1910, birt-
ust þó ekki fyrr en á næsta ári.19 Þegar þess er gætt að mánaðar-
leigan fyrir herbergið var kr. 15—, þá átti Gunnar tæpar kr.
170— til að lifa á og mæta öðrum kostnaði til ársloka, þ. e. a. s.
minna en eina krónu á dag. Að vísu var unnt að fá „Frokost"
fyrir 30—50 aura og „Middag“ fyrir 50—65 aura, en minnisbókin
ber það líka með sér að þetta fyrsta sumar í höfuðstað Dana-