Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 16
14 KRISTJÁN ÁRNASON SKIRNIR
þýðingar Sveinbjarnar eru til komnar sem þáttur í kennslustarfi
hans og af þeirri nýbreytni, að kennarinn sé ekki eingöngu
„heyrari“, heldur lesi lærisveinum sínum fyrir eigin þýðingar
á vönduðu máli. Sveinbjörn hefur rækt starf sitt af einstakri
alúð, lærdómi og smekkvísi og gert allri bókmenntaiðju eftir-
komenda ómetanlegt gagn. Þó gekk Sveinbirni í fyrstu ekki allt
of vel að koma þessum snilldarþýðingum á prent, en Odysseifs-
kviða kom út í pörtum í boðsritum Bessastaðaskóla árið 1829
til 1840, en Ilíonskviða var fyrst prentuð í Reykjavík eftir lát
Sveinbjarnar 1855. Odysseifskviða kom síðan út í heild árið
1912 og annaðist Sigfús Blöndal þá útgáfu, og árin 1948—1949
komu báðar kviðurnar út hjá Menningarsjóði í veglegri útgáfu,
með ýtarlegum inngangi og skýringum, sem þeir Jón Gíslason
og Kristinn Ármannsson stóðu að.
Þótt Hómersþýðingar Sveinbjarnar verði seint oflofaðar, má
ekki gleyma liinu, að Sveinbjörn hefur þýtt ýmislegt annað
sem vert væri að sæi dagsins ljós. Má þar nefna sorgarleik
Aiskhýlosar, Sjö herstjórar móti Þebu, samtöl eftir Platon (Krí-
ton, Euþyfron, Málsvörn Sókratesar, Menon, Alkibíades II og
hluta af Faidoni), ýmsa kafla úr ritum Xenófons, Herodóts og
Þeófrasts, nokkrar ævisögur eftir Plútark og samtöl eftir Lúki-
anos, svo sem Áhorfendurna og Tímon. í ritgerð sem Jón Árna-
son skrifaði árið 1856 getur hann þessara þýðinga sem einhvers
sem þjóðin „geti átt von“ á „með tímanum“. Nú, eftir meira
en öld, bíður þjóðin þeirra enn.
En þau áhrif sem Sveinbjörn hefur haft með starfi sínu hljóta
að vera mjög víðtæk, ef haft er í huga, hve margir af fremstu
andans mönnum landsins hafa numið af honum beint eða
óbeint. Málfar Jónasar Hallgrímssonar og sú leikni sem hann
sýnir í meðferð hins gríska tregalags eða elegíuháttar í kvæð-
inu ísland farsældafrón og hinar samsettu og snjöllu einkunnir
í stíl Hómers, eins og „skeiðfráir jóar“ eða „klógulir ernir“, bera
þeim klassíska anda sem ríkti í Bessastaðaskóla gott vitni. Mörg
skáld 19. aldar þýddu eitthvað úr klassískum málum, en sá þeirra
sem einna föstustum rótum stóð í fornöldinni var Grímur Thom-
sen og fór þar saman aðdáun á hinu forníslenzka og forngríska
eða á þeim höfðingsskap og hetjuanda sem hann þóttist sjá í