Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 184
182
MAGNÚS PÉTURSSON
SKÍRNIR
the Acoustical Society of America, Zeitschrift fúr Phonetik, sem
eru þekktust og stærst, en fjöldi annarra tímarita kemur einnig
út. Önnur tímarit hafa hætt útkomu, t. d. Vox, Archiv fiir ver-
gleichende Phonetik, Archives Néerlandaises de Phonétique ex-
périmentale, La Voix, La Parole, Revue de Phonétique o. fl.,
en varðveita þó mikinn og merkan fróðleik.
Síðast en ekki sízt ber að nefna hin sjö alþjóðaþing hljóð-
fræðinga. Áttunda þingið var haldið í Leeds í ágúst 1975 og
er vottur um kraft þann og þá öru þróun, sem átt hefur sér
stað í hljóðfræði nútímans.
íslenzk hljóðfrceði
Þar eð nútímahljóðfræði krefst mikillar tækni, sérþjálfaðs
starfsliðs og dýrrar rannsóknarstofu, liggur í hlutarins eðli, að
öll hin mikla þróun hljóðfræðinnar síðan 1940 hefur farið fram-
hjá íslendingum. Þegar þetta er haft í liuga, er ekki undarlegt,
þótt einkennilegar hugmyndir séu á reiki um þessa fræðigrein
og það jafnvel í okkar æðstu menntastofnunum. Þrátt fyrir þetta
eigum við Islendingar því láni að fagna að hafa átt mæta menn,
sem hafa helgað sig þessu fagi og að eiga merka sögu íslenzkra
hljóðfræðirannsókna, þótt sú saga sé fáskrúðug og smá í saman-
burði við sögu hljóðfræðirannsókna ýmissa annarra þjóða. Hitt
er þó að áliti undirritaðs mikilvægara, að sú saga er öll í anda
málvísindanna, hinum rétta og upprunalega anda.
Mjög erfitt er að afla sér heildaryfirlits yfir rit og ritgerðir
um íslenzka hljóðfræði, sakir þess hve dreifð þau eru og óvíða
öll varðveitt. Ritgerðir um íslenzka hljóðfræði eru ritaðar á
fjölmörgum málum, m. a. Norðurlandamálunum, ensku, þýzku,
frönsku og rússnesku. Nokkrar ritgerðir eru einnig til á öðrum
málum, svo sem spænsku, úkraínsku og japönsku og vel má
búast við, að ritgerðir séu til á enn öðrum málum, sem undirrit-
aður hefur ekki getað haft upp á og ekki getað lesið. Sæmilegt
yfirlit um íslenzka hljóðfræði gefur ritgerð Sveins Bergsveins-
sonar (1960), en nálega fullkomið, mjög ýtarlegt og gott er yfirlit
Anatolij Libermans (1969, 1972), sem nær þó aðeins til 1969.
Sá, sem vill fræðast um íslenzka hljóðfræði, þarf að byrja á lestri
þessara ritgerða. Hér verður í stuttu máli minnt á helztu skrefin