Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 110
108 SVERRIR TÓMASSON SKIRNIR
Ekki ertu mjgk lofaðr af mgnnum, ok eigi ertu vinsæll; þykkir þú hafa
brijgð undir brúnum, svá sem þú ert ættborinn til.
Þessi lýsing kemur heim við það sem sagt er frá ættmönnum
Óspaks í Eyrbyggju. Það er eins og höfundurinn geri ráð fyrir
þekkingu áheyrenda á þeirri ætt. Sé miðað við ætternið eitt,
er staða þessara þriggja manna í þjóðfélaginu jöfn. Oddur kaup-
ir sér völd, sem hann fær síðan í hendur Óspaki, en hann hefur
það fram yfir húsbónda sinn, að hann þekkir til laga. Óspakur
er í náðinni hjá Oddi meðan hinn nýríki höfðingi nýtur handa-
verka hans og hirðir afraksturinn af vinnu hans. Um leið og
Óspakur reynir að koma sér upp búi á svipaðan hátt og Oddur
hafði gert fyrr, hefjast deilurnar. Óspakur hefur að dómi þess
sem segir söguna gengið á löghelgaðan eignarrétt stórbóndans.
Eftir aðförina að Svölustöðum, þegar Oddur sækir Óspak til
sektar á alþingi fyrir víg Vála (Vala), eigast ekki við lægri stétt
og æðri stétt heldur fjármagn nýríkra höfðingja gegn eins konar
erfðaaðli. Úr þessum stéttaandstæðum má þó ekki gera of mikið.
Sagt er snemma frá því í sögunni, að þingmenn vilji helst til
Odds, enda mælir Styrmir á Asgeirsá við Þórarin langdælagoða:
Er þat ok mála sannast, at vel væri, þótt Oddr vissi, at fleiri eru ngkkurs
verðir en hann einn; treðr hann oss alla undir fótum ok þingmenn vára,
svá at hans eins er getit; sakar eigi, at hann reyni, hversu Iggkænn hann er.
Ætla mætti að í þessum orðum væri fundinn kjarni verksins;
sagan væri fyrst og fremst um skiptingu valdsins milli tveggja
hagsmunahópa. í málaferlunum er að því er virðist nær ein-
göngu spottast að goðunum átta sem sverjast í bandalag með
þeim Styrmi. Sú napra og meinhæðna mynd, sem þar er dregin
upp af goðunum, hefur valdið því að Bandamanna saga hefur
verið kölluð satíra. Fyndnin, grótesk og satírisk, birtist fyrst
og fremst í brigslyrðum, eftir að gjörðin hefur verið sögð upp.
Ef höfundurinn ætlaði sér að semja satíru, hefði honum ekki
verið nær að enda söguna þar? Lausnirnar draga óneitanlega
úr ádeilubroddinum. í sögulokin fá allir eitthvað fyrir sinn snúð;
komið er á málamiðlun milli stéttanna. Með brúðkaupi Odds
og dóttur Gellis leggjast fjármagn og erfðaveldi í eina sæng.
Höfundur Bandamanna sögu hefur hér unnið í anda miðalda-