Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 171
SKÍRNIR
SOGUR BORNAR SAMAN
169
hald komið bónríkið þitt. Er það bæði að meyleg hefir orðið tiltekjan þín.enda
ætla ég tvísýni á með hvoru yður skal heldur telja bræður, sonum eða dætr-
um. Nú er það mikið að vita á gamal aldri að eiga þá sonu er eigi þykir meiri
karlmennska yfir en þar séu konur aðrar, og eruð þið ólíkir bræðrum mín-
um, Gísla eða Ara.“ Gísli segir: „Ekki þarftu svo mikið af slíku að taka, því
að vant er að vita hverja raun hver gefur.“ Og nennir Gísli nú eigi lengur að
heyra á hrakyrði hans og gengur fram. Þeir ganga þá úr dyrunum út, Þor-
kell og Kolbeinn, en Þórdís snýr þá til stofu. Gisli gengur út eftir þeim, og
gengu þeir nú allir saman. Enn vekur Gísli til við Kolbein að hann léti af
komunum. Hann kveðst ætla að ekki mundi af því verða. Gísli mælti: , Þá
viltu litils virða orð mín, og munum vér þá verr leggja félagsskap várn en ég
hefða ætlað." „Ekki þykist ég því valda,“ segir Kolbeinn. Gísli mælti: „Ann-
aðhvort mun þó vera, að þú munt nokkurs verða að virða orð mín, eða ella
vil ég sundur segja allri vináttu þeirri er með oss hefur verið." ,Þú verður
því að ráða,“ segir Kolbeinn, „en ekki nenni ég að láta af komum mínum
að heldur." Gísli brá sverði og hjó til hans, og vannst Kolbeini það að fullu.
Droplaugarsona saga
Björn fór jafnan á Desjarmýri til tals við Þórdísi, konu Þorsteins. Hann var
þá hrymdur mjög, og var hún til fjár gefin. Þorsteinn var þó vel að sér.
Það var einn tíma að Þorsteinn talaði við Helga Droplaugarson og bað
hann freista ef Björn vildi gera fyrir hans orð að láta af tali við Þórdisi.
Hann var ófús þessa og hét þó að freista til einn tíma. Einhverju sinni
gekk Björn um nótt á Desjarmýri, en þeir Helgi og Sveinungur fóru til móts
við hann. Þá mælti Helgi: „Það vildi ég, Bjöm, að þú létir af komnm til
Þórdisar, og er þér fremd engin að skaprauna gömlum manni, og lát að
orðum minum, og mun ég veita þér annan tima slikt svo." Björn svaraði
engu og gekk veg sinn. Annan tíma fann Helgi Björn, er hann fór af Desjar-
mýri, og bað hann með mjúkum orðum af láta sínum ferðum á Desjarmýri.
Björn kvað eigi gera mundu um að vanda. Það fylgdi því máli að Þórdís
fór kona eigi ein saman, og var það héraðfleygt orðið. Helgi hafði þetta mál
tekið af Þorsteini, og beiddi Helgi Björn bóta fyrir, en hann lézt engu bæta
mundu og engum svörum upp halda. Síðan hjó Helgi Björn banahögg.. .
í Droplaugarsona sögu hefur hinn vegni framið miklu alvar-
legra brot en í Gisla sögu; einkum er frásögn styttri gerðar svo
óljós, að örðugt er að átta sig á því til hlítar hvers vegna Gísli
vegur manninn, og þeir eigast þar engin orðaskipti við. Ástæðan
til vígsins í S er greinilega orðrómurinn, og er hugsanlegt að hér
sé um að ræða bergmál frá Droplaugarsona sögu, þar sem beitt
er orðinu héraðfleygt úr lagamáli. Tilvitnunin til Ara Þorbjarn-
arsonar í styttri gerðinni stafar e.t.v. af misskilningi á frumgerð,
þar sem vitnað hefur verið til föðurbræðra hetjunnar, sem börð-