Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 36
34 HELGA KRESS SKÍRNIR
og telur að raunsæi spegli og kalli fram hefðbundna skynjun
veraldarinnar.18
Samanburðarrannsóknir leiða í ljós, að formvandamál kven-
rithöfunda eru önnur en karlrithöfunda. Athyglisverð er rann-
sókn Annette Kolodny á bandarískum og kanadískum nútíma-
skáldsögum, sem hún lýsir í greininni „Some Notes on Defining
a Literary Criticism" í Critical Inquiry 1975. Spurningin sem
hún leggur til grundvallar rannsókninni er sú, hvort finna megi
nokkuð sem hægt væri að kalla „kvenlegan stíl“. í því skyni
leitar hún eftir endurteknum stílbrögðum sem teljast mættu
einkennandi fyrir kvenrithöfunda, og nefnir þar tvö helst.
Annað er það sem hún kallar „reflexive perceptions", þ.e.
atvik og skynjun fylgjast ekki að.
Among other things, contemporary women writers repeatedly invest their
female characters with „reflexive perceptions," a habit of mind that, itself,
becomes á repeated stylistic device, as character after character is depicted dis-
covering herself or finding some part of herself in activities she has not
planned or in situations she cannot fully comprehend. „I was surprised
to find my feet moving," says Margaret Atwood’s heroine, Marian, and in
that statement (as in many others like it) Atwood clues us in, grammati-
cally, to the amputated self-perception which is so much the subject of
her novel. In fact, Atwood’s first novel, The Edible Woman (Toronto, 1969),
provides probably the most dramatic example of how the use of this parti-
cular device can both explore and reveal a character’s intemal and sub-
conscious dilemmas.19
Þetta misræmi milli raunveruleika og vitundar er algengt
stílbragð hjá Svövu Jakobsdóttur, svo að nefnt sé dæmi úr ís-
lenskum kvennabókmenntum. T.a.m. þegar „Hún“ í Æskuvin-
um réttir húsráðandanum kaffibolla þar sem hann liggur í sófa
húsbóndans og hún síðan áttar sig á því að höndin hefur starfað
ósjálfrátt, af gömlum vana.
Hitt stílbragðið sem Annette Kolodny telur einkenna kvenna-
bókmenntir, kallar hún „inversion". Hefðbundnum, arfteknum
lýsingum eða hugmyndum er snúið við.
Still another phenomenon I keep coming across in women’s writing is
what I have labelled, for want of a better term, „inversion" — and it
works in a number of complex ways. On the one hand, the stereotyped,