Skírnir - 01.01.1977, Blaðsíða 172
170
HERMANN PALSSON
SKÍRNIR
ust við berserki til að vernda konu, enda eru þeir nefndir til í S.
Vel má vera að lýsingin á sjálfu víginu sé með upphaflegra orða-
lagi í M en í S, og styðst sú tilgáta við hliðstæða setningu í Drop-
laugarsona sögu, þótt hér sé að sjálfsögðu um svo algengt orðtak
að ræða að ekkert verður staðhæft um slíkt.
Þá er rétt að hyggja að öðru efnisatriði sem er sameiginlegt
báðum sögum: hólmgöngu við berserk eða víking í því skyni
að verja sæmd konu. Þetta var mikið eftirlætisefni með sagna-
höfundum; einkum eru það íslenzkar hetjur (oft á unga aldri)
sem geta sér mikinn orðstír fyrir að bera sigur af hólmi og leysa
svo vanda konunnar. Hólmgönguþáttur Droplaugarsona sögu
hljóðar á þessa lund:
Gaus hét víkingur einn, illur viðureignar. Þeir voru fjórir saman og veittu
mörgum mikla ósæmd. Þá bitu trautt járn. Hann hafði verið á Upplöndum
nokkra vetur og stökkt tveim búöndum úr búi sínu og sezt eftir í búin.
Eftir þetta bað Gaus Friðgerðar, systur Finngeirs, en hún vildi eigi eiga
hann. Þá skoraði Gaus á Finngeir til hólmgöngu. Finngeir segir: „Það
mundi ég eigi spara, ef ég væri fjórum árum eldri, en þó skal fyrr berjast
við þig en gifta þér systur mína.“ Finngeir bauð mönnum fé til að berjast
við Gaus og að gefa þeim systur sína, er hann dræpi, og vildi enginn það
til vinna. Grímur fylgdi Finngeiri til hólms og bauð að berjast fyrir hann.
Nú komu þeir til Gauss, og lagði hann sex merkur silfurs við hólmlausn.
„Ég mun það fé taka,“ kvað Grímur. Grímur hafði tvö sverð, því að Gaus
kunni að deyfa eggjar. Grímur vo jafnt báðum höndum. Hann brá upp
sverði með vinstri hendi, en hjó með hinni hægri til Gauss og af fótinn fyrir
ofan hné. Nú fell Gaus, og í því veifði hann sverðinu að Grími, og kom á
fótinn, og varð það svöðusár. Nú flýði víkingurinn á brott, en Grímur tók
silfrið og fékk góðan orðstir af verki þessu.
í Gisla sögu eru hólmgöngur þrjár, og er þó eyða í S, svo að
þar vantar frásögn af síðasta einvíginu. Fyrst berjast þeir Ari
hinn eldri og berserkurinn Björn blakki, síðan Gísli hinn eldri
og Björn, og að lokum þeir Gísli Súrsson og Hólmgöngu-Skeggi.
Hafi höfundur sögunnar þekkt Droplaugarsona sögu, má gera
ráð fyrir því að fyrirmyndin að hólmgöngunum sé að einhverju
leyti þegin þaðan. Ef við athugum skáletruðu setningarnar hér
að framan og berum þær saman við gerðir Gísla sögu, sjáum við
glöggt að lengri gerðin hefur öllu fleiri sameiginleg atriði með
Droplaugarsona sögu en hin styttri;