Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1977, Page 194

Skírnir - 01.01.1977, Page 194
192 RITDÓMAR SKÍRNIR að því með dæmum úr norskri sagngeymd og málskjölum hvernig kjami þjóðsagnar helst óbreyttur langtímum saman, en nöfn og ytri rammi er breytingum undirorpið. Er niðurstaða Óskars sú, að samanburður Hrafn- kels sögu og Landnámu sýni, að sögnin um Hrafnkel-Hallfreð hafi gengist í munnmælum og margir hafi um vélt í rás tímans. Afleiðing þessa sé jafn- framt sú, að ályktanir Sigurðar Nordals o.fl. um tilurð Hrafnkels sögu séu byggðar á alröngum forsendum. Hin sagnfræðilega og fílólógiska aðferð sem þar hafi verið beitt sé ónothæf við rannsókn á sannleiksgildi munn- mælasagna. Skoðanir fræðimanna á áðurnefndum skrám í Landnámu hafa verið skipt- ar og eru ekki öll kurl komin þar til grafar. Ber nauðsyn til að þessar skrár verði teknar til ítarlegrar rannsóknar í framhaldi af nýjustu rannsóknum á Landnámu. Ýmislegt bendir til að skrár þessar séu misgamlar og er ekki ólíkleg sú tilgáta Óskars, að Sturla Þórðarson hafi tekið höfðingjaskrána sam- an eftir munnmælum. En samkvæmt þeirri skrá er Hrafnkell mesti höfð- ingi á Fljótsdalshéraði öllu við lok landnámsaldar og ætla má að hann hafi farið með eitt hinna 36 goðorða við stofnun allsherjarríkis. Samkvæmt frá- sögn Landnámu af landnámi hans virðist hann hins vegar hafa verið af óþekktri ætt og orðið að láta sér nægja afdal til landnáms. Þetta misræmi í tveimur frásögnum Landnámu af Hrafnkeli bendir hins vegar til verulegra sagna um hann frá þvi hann nam land og þar til hann er orðinn mesti höfðingi á gervöllu Fljótsdalshéraði. Samanburður á Hrafnkels sögu og Brandkrossa þætti ber mjög að sama brunni. Með þessum athugunum hefur Óskar Halldórsson rennt stoðum undir þá ályktun að Hrafnkels saga byggist á munnmælum, en sé ekki alfarið höf- undarverk. Ber þá næst að gaumgæfa hversu traust þessi ályktun er og hvort forsendur hennar standist gagnrýni. Eins og áður gat er Landnáma til vitnis um að sagnir hafi snemma myndast um Hrafnkel og eins og Óskar nefnir réttilega er mismunur á frásögnum Landnámu og Hrafnkels sögu af landnámi Hrafnkels og aðdraganda þess, þar sem Hrafnkeli og Hallfreði er m.a. ruglað saman, einmitt þess eðlis sem algengast er í sagnageymd. Óskar vitnar aðeins í einn þjóðsagnafræðing máli sínu til stuðnings. Enda þótt þar sé um tímamótarannsókn að ræða, sem vel stendur fyrir sínu, er rétt að taka fram, að fleiri þjóðsagna- og munnmælafræðingar hafa komist að svipuðum niðurstöðum um eðli sagnageymdar. Er hér um að ræða al- mennt viðurkennda reglu á vettvangi þessara fræða. Kjarni sagnarinnar varðveitist, en ytri atvik, nöfn, staðir og annað breytist í tímans rás og einnig þegar sögn flyst til á milli menningarsvæða. Má nefna sem dæmi rannsóknir Odstedts á varúlfssögnum, sem breyttust eftir svæðum, og einnig rannsóknir Granbergs á sögnum af skógardísum, sem lutu svipuðum lög- málum. Síðast en ekki síst má nefna í þessu sambandi rannsóknir Dag Strömbácks á íslendingasögunum sjálfum, þar sem hann tekur til með- ferðar hvernig megi hagnýta þjóðsagnaefni síðari alda til samanburðar, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.