Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Qupperneq 9
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 9 áhrifum frá Dawkins sem hún er ekki. Í ágúst 2006 var bókin God Delusion ekki komin út. Er tilgangurinn að sýna fram á áhrif „hugmyndafræðingsins“ á lærisveininn?“ (6). Vantrúarfélagar minnast ekki á að Bjarni gefur upp útgáfuár bókar Dawkins á glærunni (2007) og dagsetning fylgir tilvitnuninni í Óla Gneista (2. ágúst 2006). Ályktun vantrúarfélaga um ætlan Bjarna er því hreint út sagt fjarstæðukennd. Hið sama má reyndar segja um hugmyndir félagsins um „sjálfstætt hugsandi menn“. Trúleysishugmyndir eru vitaskuld rétt eins og aðrar skoðanir í samfélagsumræðunni mótaðar af sögulegum kringumstæðum og ríkjandi orðræðu hvers tíma, eins og sést líklega best á því að sjálft orðalagið „hugsandi menn“ er sótt til Níelsar Dungals sem notar það iðulega um trúleysingja í verki sínu Blekkingu og þekkingu.16 Með þessu móti mætti rekja sig í gegnum kæruliðina og hrekja þá hvern af öðrum eða útskýra hvers vegna ályktanirnar eru rangar eða byggðar á mis- skilningi. Í seinni hluta þessarar greinar verður sjónum þó fyrst og fremst beint að þeirri glæru sem alvarlegust þykir. Sá vantrúarfélaga sem líklega hefur beitt sér af mestri hörku í málinu, Matthías Ásgeirsson, segir að glæran snúist „um kjarna málsins“17 og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason tekur undir þau sjónarmið, en dómur hans er þungur: „Mér sýnist þó að steininn taki úr í glærunni þar sem er fjallað um Richard Dawkins og „fylgismenn“ hans – það má reyndar spyrja hverjir séu fylgismenn Dawkins, hann á millj- ónir lesenda út um allan heim en hefur ekki stofnað neina hreyfingu eða söfnuð um hugmyndir sínar svo ég viti.“18 Glæra 33 Glæra 33 í 4. hluta „Frjálslyndu fjölskyldunnar“ fær langmesta rýmið í kæru Vantrúar en um hana er fjallað á síðum 13 til 16 af þeim 15 síðum þar sem kæruatriðin eru rakin (3–17), en alls leggja vantrúarfélagar fram 74 glærur sem þeir gera athugasemdir við. Þar hverfa líka spurningarnar og vangavelturnar. Sök Bjarna liggur skýr fyrir. Sá varnagli er einn sleginn í upphafi að glæran „eigi líklega að fjalla um Vantrú“ (13) í ljósi þess að helmingur hennar er helgaður teikningum í blogggrein eftir framhalds- skólakennara í Reykjavík, en „[m]yndirnar eru líklega viðbrögð við heilagri reiði múslima vegna skopmyndamálsins í Jyllandsposten og settar fram til að styðja við tjáningarfrelsið“ (13–14). Teikningarnar eru af „Múhameð spámanni (líklega). Á þeirri fyrstu er hann að kasta af sér vatni, á annarri er hann teiknaður sem bleyjubarn og á þeirri þriðju liggur hann undir Jesú í samfarastellingu (andlit þeirra sett inn á indverska teikningu)“ (13). Van- trúarfélagar gera engar athugasemdir við myndbirtinguna, aðra en þá að Bjarni gerist sekur um að „notast við áróðursbragðið „guilt by association““ (14), myndirnar séu „teknar sem dæmi um málflutning Vantrúar“ þótt mað- urinn tengist Vantrú ekki á nokkurn hátt.19 Í huga þeirra eru myndirnar líka aukaatriði, meginþungi gagnrýninnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.