Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 10
G u ð n i E l í s s o n
10 TMM 2012 · 4
beinist að „niðurstöðu[m] og samantekt Bjarna á þessari glæru“ en hún segi
„í raun allt sem segja þarf um afstöðu kennarans og guðfræðingsins til Van-
trúar“ (14). Hvernig hljóma svo þær fullyrðingar sem Bjarni Randver setur
fram á glærunni alræmdu og Egill Helgason birti og gagnrýndi svo harðlega
á síðu sinni?20
Megin vandinn við herskáan málflutning Dawkins og fylgismanna hans gegn þeim
trúarbrögðum sem þeir fyrirlíta er að hann er vatn á myllu haturshreyfinga sem
grafa undan allsherjarreglu samfélagsins og almennu siðferði með því að …
• smána hvaðeina sem er öðrum heilagt.
• umbera ekki trúartjáningu á opinberum vettvangi.
• skerða málfrelsi trúaðra.
• andmæla almennum mannréttindum á borð við að foreldrar veiti börnum
sínum trúarlegt uppeldi og börn fái að tjá sig um trúarefni í skólum.
• leggja í einelti m.a. með uppnefnum þá sem hafa önnur viðhorf.
• fordæma minnihlutahópa á borð við gyðinga.
• ástunda guðleysistrúboð í neikvæðri merkingu þess orðs.
Ekki aðeins vantrúarfélagar á borð við Valgarð Guðjónsson lýstu því yfir að
Bjarni Randver sakaði trúleysingja „ítrekað um gyðingahatur í kennslu“.21
Fjöldinn allur af einstaklingum, sem höfðu engar forsendur til að meta
fræðilegt samhengi glærunnar, tók undir áfellisdóminn með Agli, þótt
vissulega reyndu líka ýmsir að andmæla óábyrgum ummælum netverja,
m.a. nemendur Bjarna Randvers úr námskeiðinu. Erling Ingvason hélt því
fram að glæran „jaðr[aði] við hatursáróður“,22 og Sif Traustadóttir spurði
hvort þetta væri „boðlegt sem kennsluefni í Háskóla Íslands?“ Arnþór Jón
Þorvarðsson sagði glæruna „náttúrlega út í hött. Ekki einn punktur á henni
[standist] skoðun“. Og Kjartan Valgarðsson sagði að það sem hér sé sýnt upp-
fylli „einfaldlega ekki akademískar kröfur“.
Jafnvel akademískir starfsmenn við íslenskar háskólastofnanir hikuðu
ekki við að senda frá sér opinberar yfirlýsingar án þess að hafa kynnt sér
málið. Þuríður Jóhannsdóttir, lektor á menntunarvísindasviði við HÍ, segir
að ef maður hafi „lært textarýni og [skilji] læsi í víðu samhengi eins og sagt
er í nýjum námskrám þá [sé] erfitt að verja svona lagað sem kennsluefni á
neinu skólastigi“. Þuríður færir ekki frekari rök fyrir þessari skoðun sinni,
en yfirlýsing hennar er ekki síst alvarleg vegna þess að hún mælir í krafti
„sérfræðiþekkingar“, en án þess að hafa sinnt rannsóknarskyldu sinni í
málinu og hafa orð hennar verið tekin upp af vantrúarfélögum og stuðnings-
mönnum þeirra – t.d. segir ummælandi sem kallar sig aðeins Ásgeir: „Og
svo ég bæti einu við: Hvaða dylgjur eru þetta um menntun Vantrúarfólks og
að umfjöllun um glærurnar sýni að það hafi ekkert vit á háskólanámi? Vita
þau ekki að dósent (eða var það lektor?) við menntavísindasvið hefur sagt að
glærurnar séu drasl? Vita þau kannski betur en hún um eðli háskólanáms?“23
Þessu er auðsvarað. Ólíkt þeim 109 akademísku starfsmönnum sem skrifuðu