Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 15
Í h e i m i g e t g á t u n n a r TMM 2012 · 4 15 ummælum Karls Sigurbjörnssonar biskups sem talaði á niðrandi hátt um trúleysi. Óbilgjörn afstaða valdhafa getur að mati Bjarna Randvers varpað ljósi á málflutning þeirra vantrúarfélaga sem þykir að sér vegið og bregðast því við á sama hátt. Til þess að draga þetta fram birti Bjarni glæru með grein eftir Véstein Valgarðsson þar sem hann segir biskup hafa „sent okkur trúleysingjum ófáar sneiðarnar á undanförnum árum. Til dæmis hefur hann líkt okkur við siðleysingja og sagt lífsviðhorf okkar „mannskemmandi og sálardeyðandi“ og að þau „ógni mannlegu samfélagi“. […] Það er holur hljómur í tali um virðingu og umburðarlyndi, þegar biskup lætur svona dembur ganga yfir þá sem aðhyllast önnur lífsviðhorf.“36 Við erum minnt á hversu öflugt þöggunartæki ásakanirnar á glæru 33 geta verið og hér er að finna enn eina vísbendinguna um hvers vegna ekki er hægt að lesa hana án þess að taka tillit til annarra glæra og hins fræðilega samhengis nám- skeiðsins. Viðhorfin sem birtast á glæru 33 má víða finna í trúarbragðaumræðunni, jafnt hér á landi sem erlendis. Egill Helgason gagnrýndi Bjarna Randver harðlega fyrir að gera þeim skil í kennslustund, en í umræðunni um Dawkins og fylgismenn hans sýndist honum „steininn tak[a] úr“. Það kemur því líklega lesendum nokkuð á óvart að Egill skuli sjálfur vera fulltrúi margra þeirra sjónarmiða sem hann deilir ranglega á Bjarna Randver fyrir að boða í kennslustund með glærunni umtöluðu. Aðkoma Egils Helgasonar að þessu máli er sorglegur vitnisburður um þá tækifærismennsku sem stundum einkennir þjóðmálaumræðuna á Íslandi. Egill Helgason og vantrúartalibanarnir Á árunum 2006 til 2007 skrifaði Egill Helgason röð pistla þar sem hann gagnrýndi félagasamtökin Vantrú fyrir herskátt trúleysi en vantrúarfélagar höfðu þá um nokkurt skeið verið umsvifamiklir í allri trúmálaumræðu í fjöl- miðlum og á netinu og beint spjótum sínum mjög að þjóðkirkjunni og m.a. vinaleið hennar innan grunnskóla. Vantrúarfélagar svara Agli í hvert sinn fullum hálsi, bæði í umsagnarkerfinu undir pistlum hans og á vefjum sem tengjast þeim með einum eða öðrum hætti.37 Tónninn breytist fyrst eftir að Egill býður Matthíasi Ásgeirssyni – virkasta félaga í samtökunum – í Silfur Egils í desember 2007, en líta má á þann fund sem eins konar sáttargjörð milli Egils og vantrúarfélaga vegna þess að tóninn í samskiptunum breytist verulega eftir þetta og vantrúarfélagar hætta að láta skammirnar dynja á Agli. Egill, sem varið hafði þjóðkirkjuna fram að því, birtir nokkrum dögum síðar grein sem hugnast vantrúarfélögum mjög en hún nefnist „Þjóðkirkjan er búin að vera“.38 Átökin við helstu liðsmenn Vantrúar má líklega rekja til pistils sem Egill skrifaði 19. janúar 2006 þar sem hann fjallaði á gagnrýninn hátt um herskátt trúleysi. Egill kvartar yfir því að umræðan um trúarbrögð stýrist af pólitískri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.