Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 15
Í h e i m i g e t g á t u n n a r
TMM 2012 · 4 15
ummælum Karls Sigurbjörnssonar biskups sem talaði á niðrandi hátt um
trúleysi. Óbilgjörn afstaða valdhafa getur að mati Bjarna Randvers varpað
ljósi á málflutning þeirra vantrúarfélaga sem þykir að sér vegið og bregðast
því við á sama hátt. Til þess að draga þetta fram birti Bjarni glæru með
grein eftir Véstein Valgarðsson þar sem hann segir biskup hafa „sent okkur
trúleysingjum ófáar sneiðarnar á undanförnum árum. Til dæmis hefur
hann líkt okkur við siðleysingja og sagt lífsviðhorf okkar „mannskemmandi
og sálardeyðandi“ og að þau „ógni mannlegu samfélagi“. […] Það er holur
hljómur í tali um virðingu og umburðarlyndi, þegar biskup lætur svona
dembur ganga yfir þá sem aðhyllast önnur lífsviðhorf.“36 Við erum minnt
á hversu öflugt þöggunartæki ásakanirnar á glæru 33 geta verið og hér er
að finna enn eina vísbendinguna um hvers vegna ekki er hægt að lesa hana
án þess að taka tillit til annarra glæra og hins fræðilega samhengis nám-
skeiðsins.
Viðhorfin sem birtast á glæru 33 má víða finna í trúarbragðaumræðunni,
jafnt hér á landi sem erlendis. Egill Helgason gagnrýndi Bjarna Randver
harðlega fyrir að gera þeim skil í kennslustund, en í umræðunni um
Dawkins og fylgismenn hans sýndist honum „steininn tak[a] úr“. Það kemur
því líklega lesendum nokkuð á óvart að Egill skuli sjálfur vera fulltrúi
margra þeirra sjónarmiða sem hann deilir ranglega á Bjarna Randver fyrir að
boða í kennslustund með glærunni umtöluðu. Aðkoma Egils Helgasonar að
þessu máli er sorglegur vitnisburður um þá tækifærismennsku sem stundum
einkennir þjóðmálaumræðuna á Íslandi.
Egill Helgason og vantrúartalibanarnir
Á árunum 2006 til 2007 skrifaði Egill Helgason röð pistla þar sem hann
gagnrýndi félagasamtökin Vantrú fyrir herskátt trúleysi en vantrúarfélagar
höfðu þá um nokkurt skeið verið umsvifamiklir í allri trúmálaumræðu í fjöl-
miðlum og á netinu og beint spjótum sínum mjög að þjóðkirkjunni og m.a.
vinaleið hennar innan grunnskóla. Vantrúarfélagar svara Agli í hvert sinn
fullum hálsi, bæði í umsagnarkerfinu undir pistlum hans og á vefjum sem
tengjast þeim með einum eða öðrum hætti.37 Tónninn breytist fyrst eftir að
Egill býður Matthíasi Ásgeirssyni – virkasta félaga í samtökunum – í Silfur
Egils í desember 2007, en líta má á þann fund sem eins konar sáttargjörð
milli Egils og vantrúarfélaga vegna þess að tóninn í samskiptunum breytist
verulega eftir þetta og vantrúarfélagar hætta að láta skammirnar dynja á
Agli. Egill, sem varið hafði þjóðkirkjuna fram að því, birtir nokkrum dögum
síðar grein sem hugnast vantrúarfélögum mjög en hún nefnist „Þjóðkirkjan
er búin að vera“.38
Átökin við helstu liðsmenn Vantrúar má líklega rekja til pistils sem Egill
skrifaði 19. janúar 2006 þar sem hann fjallaði á gagnrýninn hátt um herskátt
trúleysi. Egill kvartar yfir því að umræðan um trúarbrögð stýrist af pólitískri