Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Síða 20
G u ð n i E l í s s o n 20 TMM 2012 · 4 hvort spyrja eigi „hvernig standi á því að fræðimaðurinn Bjarni Randver nefni hugtakið Overton glugginn hvergi á nafn þegar það sé (augljóslega) lykilhugtak í starfssemi félagsins“ varar Óli Gneisti Sóleyjarson við öllum slíkum tilburðum og segist alltaf vera á móti því að þeir tali „of mikið um Overton gluggann því sú taktík virkar betur þegar fólk veit ekki af henni“.57 Það má til sanns vegar færa. Egill Helgason deilir nú skyndilega sýn van- trúarfélaga og er nú fullur undrunar og vanþóknunar yfir kennsluháttunum í Háskóla Íslands. Hann segir á umræðuþræði á fésbókarsíðu Stefáns Einars Stefánssonar að Bjarni reyni „að stimpla Vantrú sem sértrúarhóp – sem er auðvitað rangt“.58 Egill heldur því jafnframt fram að glærurnar hafi verið „sérlega ómálefnalegar, það var mjög langt til seilst til að sverta þennan félagsskap. Og að ætla að fara að skilgreina samtök trúleysingja sem sér- trúarhóp, ja, af hverju þá ekki femínistafélagið eða Sjálfstæðisflokkinn eða hvað sem er. En eins og ég segi, mér finnst þetta fyrst og fremst vera kjánalegt hjá manninum – og allt þetta upphlaup er kjánalegt“ (kl. 10:05). Þegar Egill var áður spurður að því hvort hann sé nokkuð með þessu að vega að heiðri sérfræðinganna í túlkunarvísindum sem skrifuðu greinargerðir til varnar glærum Bjarna svaraði hann: „Jú, ætli það ekki. Ég dreg ekki í efa rétt hans til að setja þetta fram, en ég hefði ekki viljað sitja þetta námskeið“ (kl. 10:01). Davíð Þór Jónsson, sem var eins og áður sagði einn af nemendum Bjarna í umræddu námskeiði, svarar Agli á umræðuþræðinum og reynir að útskýra fyrir honum fræðilegar forsendur námskeiðsins – þótt fésbók sé vissulega ekki hentugasti miðill til slíks. Davíð Þór segir: „Akademísk trúarlífsfélagsfræði fjallar um hópa sem skipuleggja sig utan um afstöðu til eilífðarmálanna. Það að trú er viðfangsefni hópsins gerir hann að við- fengsefni [svo] fræðanna, ekki það hver afstaðan er. Hitt er annað mál hvort „nýtrúarhreyfing“ sé nógu gott orð. Enda fjallaði fyrsti fyrirlesturinn aðeins um þessar skilgreiningar og hve vandasöm öll termínólógía væri. Ég sat þetta námskeið og það var gott. Glærurnar gefa ekki tæmandi mynd af því sem þar fór fram“ (kl. 10:07). Stefán Einar Stefánsson svarar yfirlýsingum Egils um kjánalegt upphlaup og segir: „ég treysti nú sannast sagna helsta sérfræðingi okkar í sértrúar- hópum og öfgahópum eins og Vantrú, til að leggja mat á það hvernig eigi að skilgreina starfsemi þeirra. Þá eru þetta afar gildishlaðin orð, þ.e. að tala um framsetningu hans sem „fáránlega“ og „kjánalega“ án þess að færa fyrir því gild rök“ (kl. 10:08). Egill, sem fjórum árum áður hafði eytt athugasemdum vantrúarfélaga af spjallþráðum sínum og gert þá að fulltrúum ofsafengins trúleysis, spyr núna: „Er Vantrú öfgahópur – hvað þá með félagsskap sem trúir því að mannkynið bjargist vegna þess að maður dó á krossi í Palestínu fyrir tvö þúsund arum [svo] :) ?“ (kl. 10:16). Hann bætir við í tveimur færslum nokkrum mínútum síðar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.