Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 29
TMM 2012 · 4 29 Bjarni Randver Sigurvinsson Brautryðjandinn Helgi Hóseasson Áhrif mótmælanda Íslands á aðgerðarsinna í þágu guðleysis Helgi Hóseasson (1919–2009) var maður sem stóð fast á rétti sínum gagn- vart kerfinu þegar hann taldi á sér brotið og barðist staðfastlega gegn hverju því sem honum misbauð, alveg sérstaklega kristindómi, auðvalds- hyggju og hernaði. Hann var aðgerðarsinni sem helgaði sig hugsjón sinni og helgimyndabrjótur sem beitti óhikað róttæku og grófu orðfæri gegn helstu táknmyndum og fulltrúum þess kerfis sem hann vildi kollvarpa. Vegna mótmælaaðgerða sinna, sem hann stóð jafnan einn að áratugum saman á götuhornum eða fyrir utan kirkjur og opinberar byggingar, var hann að lokum nefndur „Mótmælandi Íslands“ í heimildamynd sem gerð var um hann árið 2003. Ýmsir afskrifuðu hann sem geðveikan en aðrir fundu til samkenndar með honum, vörðu hann og tóku hann sér jafnvel til fyrir- myndar. Þegar hann lést snemma hausts 2009 kom berlega í ljós sú mikla hylli sem hann hafði áunnið sér meðal þjóðarinnar en tugþúsundir fóru þá fram á að honum yrði reist minnismerki eða jafnvel stytta. Á þeim tíma þegar umræðan um minnisvarðann stóð sem hæst tók ég Helga Hóseasson til umfjöllunar í kennslustund í námskeiðinu „Nýtrúar- hreyfingar“ sem ég kenndi þá sem stundakennari við Guðfræði- og trúar- bragðafræðideild HÍ. Ég ræddi þar sérstaklega um Helga sem aðgerðarsinn- aðan helgimyndabrjót og greindi áhrif hans og stuðninginn við hann út frá trúarlífsfélagsfræðilegum forsendum sem m.a. eru sóttar í skilgreiningu Émiles Durkheim á hinu heilaga sem sameiningartákni fjöldans í siðrænu samfélagi.1 Í því sambandi sýndi ég á fáeinum glærum nokkrar ljósmyndir af mótmælaaðgerðum Helga úr bók um hann og nokkur dæmi um kveðskap hans úr útgefinni ljóðabók hans. Skemmst er frá því að segja að félagið Van- trú, sem átti engan félagsmann í námskeiðinu en hafði gert Helga að heiðurs- félaga sínum, kærði mig innan háskólans 4. febrúar 2010 fyrir glærurnar. Þó að ég væri einnig kærður fyrir aðrar glærur sem vörðuðu Vantrú eða vantrúarfélagar tengdu við sig voru það glærurnar um Helga sem formaður Siðanefndar HÍ, Þórður Harðarson, dró fram sem þungamiðju kærunnar.2 Ég hef þegar brugðist við allri kæru Vantrúar í ítarlegri greinargerð sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.