Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 33
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n
TMM 2012 · 4 33
Í viðtali við Fólk, fylgiblað Morgunblaðsins, lýsir kvik mynda gerðar-
maðurinn Jón Karl Helgason, sem sjálfur segist trúa á Guð, Helga Hóseas-
syni sem góðum og friðsömum manni sem hafi virt trúarskoðanir annarra.
Mér fór auðvitað að þykja vænt um manninn. Helgi er góður maður. Hann var hinn
ljúfasti í samstarfi og bauð okkur ævinlega það sem hann átti til á heimilinu; malt og
konfekt fengum við alltaf. Aðeins einu sinni sagði hann nei við því sem við báðum
hann um. Það var þegar við fórum fram á að hann kæmi með okkur í kirkjugarðinn
til að vitja leiðis konu hans. Útför hennar var gerð frá kirkju og hún var grafin í
vígðri mold en að Helga fjarstöddum. Hún átti sína trú og eins og kemur fram í
skýrslu um geðrannsóknina sem Helgi gekkst undir reyndi hann aldrei að sannfæra
hana um sinn málstað. Hann hefur alltaf virt skoðanir annarra, sem er þroskamerki
og meira en hægt er að segja um afstöðu annarra til hans skoðana. […] Helgi er í eðli
sínu friðarins maður. Hann er mannvinur og barngóður. Réttlætismál eru honum
ofar í huga en okkur flestum. Og hann finnur sig knúinn til að fara út á götu til að
vekja athygli á slíkum málum […] Mér finnst þetta falleg afstaða. Ef allir hugsuðu
eins og Helgi væri lítið um stríð í heiminum. […] Hann er umfram allt reiður og
beiskur vegna framkomu kirkjunnar manna og annarra yfirvalda gagnvart sér.23
Í afar jákvæðri umfjöllun Sæbjörns Valdimarssonar kvikmynda gagn rýn-
anda um myndina í Morgunblaðinu segir að hún komi til skila „svipmynd
af goðsögn“ sem eigi „samúð manns óskipta“ og nái að ýta við „samvisku
þjóðarinnar með sínu hófstillta og þögula andófi“ og spyr hvort ekki eigi að
fara eftir stjórnarskrárlögum um trúfrelsi og tjáningarfrelsi í tilfelli Helga.24 Í
frekari kynningu á myndinni í blaðinu er svo m.a. sagt að þetta sé mynd „sem
fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara“25 og segir t.d. blaðamaðurinn Árni
Þórarinsson það styrk hennar að þar sé sýnd „manneskja með sínar skoðanir
og tilfinningar, sársauka og sannfæringu“, sem áhorfandinn eigi að sjá, hlusta
á og hugsa um. Þó svo að einhverjum kunni að finnast mótmælaaðgerðir Helga
bera „vott um einhvers konar þráhyggju, idjótí, ef ekki hreinlega brenglun og
geðfirringu“, þurfi málstaðurinn ekki að vera rangur fyrir það, „a.m.k. að
vissu marki“.26 Hilmar Karlsson kvikmyndagagnrýnandi hjá DV segir efnis-
tök þessarar eftirminnilegu heimildamyndar skynsamleg og mótmæli Helga
virka „skemmtileg í dag“ en erfiðara sé samt að láta sér líka við þann annars
óneitanlega merkilega og stórhuga mann þegar hann sé „klaufalega orðljótur
gagnvart ráðamönnum“.27 Þórarinn Þórarinsson, kvikmyndagagnrýnandi
Fréttablaðsins, kallar Helga „goðsögn í lifanda lífi“, segir „hreint og klárt
glapræði að missa af“ myndinni og bætir við:
Þá fer líka ekkert á milli mála að hér er mikill hugsuður á ferð og mótmæli hans og
röksemdafærslur eru eins langt frá því að vera óráðshjal geðveiks manns og hugsast
getur. Og þó Helgi hafi farið óhefðbundnar leiðir munu sjálfsagt flestir geta séð
sannleikskorn í málflutningi hans. Hann er dásamleg persóna, góðhjartaður og hlýr
maður sem fær nú loksins uppreisn æru. Yfirbragðið getur þó verið hrjúft en mað-
urinn er óslípaður demantur. […] Þetta er mynd sem er öllum holl og því um að gera
að drífa sig í bíó og fara svo að mótmæla því sem maður getur ekki sætt sig við.28