Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 33
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n TMM 2012 · 4 33 Í viðtali við Fólk, fylgiblað Morgunblaðsins, lýsir kvik mynda gerðar- maðurinn Jón Karl Helgason, sem sjálfur segist trúa á Guð, Helga Hóseas- syni sem góðum og friðsömum manni sem hafi virt trúarskoðanir annarra. Mér fór auðvitað að þykja vænt um manninn. Helgi er góður maður. Hann var hinn ljúfasti í samstarfi og bauð okkur ævinlega það sem hann átti til á heimilinu; malt og konfekt fengum við alltaf. Aðeins einu sinni sagði hann nei við því sem við báðum hann um. Það var þegar við fórum fram á að hann kæmi með okkur í kirkjugarðinn til að vitja leiðis konu hans. Útför hennar var gerð frá kirkju og hún var grafin í vígðri mold en að Helga fjarstöddum. Hún átti sína trú og eins og kemur fram í skýrslu um geðrannsóknina sem Helgi gekkst undir reyndi hann aldrei að sannfæra hana um sinn málstað. Hann hefur alltaf virt skoðanir annarra, sem er þroskamerki og meira en hægt er að segja um afstöðu annarra til hans skoðana. […] Helgi er í eðli sínu friðarins maður. Hann er mannvinur og barngóður. Réttlætismál eru honum ofar í huga en okkur flestum. Og hann finnur sig knúinn til að fara út á götu til að vekja athygli á slíkum málum […] Mér finnst þetta falleg afstaða. Ef allir hugsuðu eins og Helgi væri lítið um stríð í heiminum. […] Hann er umfram allt reiður og beiskur vegna framkomu kirkjunnar manna og annarra yfirvalda gagnvart sér.23 Í afar jákvæðri umfjöllun Sæbjörns Valdimarssonar kvikmynda gagn rýn- anda um myndina í Morgunblaðinu segir að hún komi til skila „svipmynd af goðsögn“ sem eigi „samúð manns óskipta“ og nái að ýta við „samvisku þjóðarinnar með sínu hófstillta og þögula andófi“ og spyr hvort ekki eigi að fara eftir stjórnarskrárlögum um trúfrelsi og tjáningarfrelsi í tilfelli Helga.24 Í frekari kynningu á myndinni í blaðinu er svo m.a. sagt að þetta sé mynd „sem fólk ætti ekki að láta framhjá sér fara“25 og segir t.d. blaðamaðurinn Árni Þórarinsson það styrk hennar að þar sé sýnd „manneskja með sínar skoðanir og tilfinningar, sársauka og sannfæringu“, sem áhorfandinn eigi að sjá, hlusta á og hugsa um. Þó svo að einhverjum kunni að finnast mótmælaaðgerðir Helga bera „vott um einhvers konar þráhyggju, idjótí, ef ekki hreinlega brenglun og geðfirringu“, þurfi málstaðurinn ekki að vera rangur fyrir það, „a.m.k. að vissu marki“.26 Hilmar Karlsson kvikmyndagagnrýnandi hjá DV segir efnis- tök þessarar eftirminnilegu heimildamyndar skynsamleg og mótmæli Helga virka „skemmtileg í dag“ en erfiðara sé samt að láta sér líka við þann annars óneitanlega merkilega og stórhuga mann þegar hann sé „klaufalega orðljótur gagnvart ráðamönnum“.27 Þórarinn Þórarinsson, kvikmyndagagnrýnandi Fréttablaðsins, kallar Helga „goðsögn í lifanda lífi“, segir „hreint og klárt glapræði að missa af“ myndinni og bætir við: Þá fer líka ekkert á milli mála að hér er mikill hugsuður á ferð og mótmæli hans og röksemdafærslur eru eins langt frá því að vera óráðshjal geðveiks manns og hugsast getur. Og þó Helgi hafi farið óhefðbundnar leiðir munu sjálfsagt flestir geta séð sannleikskorn í málflutningi hans. Hann er dásamleg persóna, góðhjartaður og hlýr maður sem fær nú loksins uppreisn æru. Yfirbragðið getur þó verið hrjúft en mað- urinn er óslípaður demantur. […] Þetta er mynd sem er öllum holl og því um að gera að drífa sig í bíó og fara svo að mótmæla því sem maður getur ekki sætt sig við.28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.