Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 43

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 43
B r a u t r y ð j a n d i n n H e l g i H ó s e a s s o n TMM 2012 · 4 43 og orð Helga og framsetninguna má vart túlka sem áfellisdóm yfir Siðmennt og Vantrú. Helgi lýsti hlutunum á þann hátt að tekið var eftir. Greining umdeildra texta í háskólakennslu Nemendur í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild eru vanir að fást við um- deilda texta úr helgiritum og skrifum alls kyns trúarleiðtoga og fylgismanna þeirra, ekki aðeins frá fyrri tímum heldur einnig í nútímanum. Þann ig er t.d. í lögmálstextum Mósebókanna fjöldi ákvæða um dauðarefsingar við hlutum sem þykja sjálfsagðir í dag og í lok Sálms 137 segir: „Heill þeim er þrífur ungbörn þín og slær þeim niður við stein.“ Þá eru ýmsar umdeildar og gagnrýniverðar yfirlýsingar Marteins Lúthers um t.d. gyðinga91 teknar til umfjöllunar í námskeiðum við deildina og víða innan hennar er fjallað með gagnrýnum hætti um róttækar yfirlýsingar ýmissa trúarleiðtoga nú á tímum, t.d. um skaðsemi samkynhneigðar. Það verður að teljast einkennilegt ef ekki má taka fyrir í námskeiðum innan háskólans umdeilda texta sem öllum hafa verið gerðir aðgengilegir hér á landi á prenti, m.a. í útlánadeild Háskólabókasafns. Þá myndi vakna sú spurning hvort við hæfi sé að taka til umfjöllunar umdeilda texta úr trúarritum á borð við Biblíuna og skrif trúarleiðtoga eins og Lúthers. Ekki getur heldur talist óvenjulegt eða óeðlilegt að ræða einkenni og tilgang níðkveðskapar í fræðilegu samhengi ef ljóðin gegna ákveðnu félagslegu hlutverki. Meira að segja sjálfur Aristóteles hélt því fram um sögu skáld- skaparlistarinnar að „meðal fornskáldanna urðu sumir hetjuskáld, en aðrir níðskáld“, og fjallar hann um báðar þessar greinar skáldskaparins. Fram kemur hjá honum að smám saman hafi sumir þó orðið „skopleikjaskáld í stað þess að yrkja níð“ þar sem slíkt hafi notið „meiri virðingar“ en níðið hafi þó ávallt verið ein birtingarmynd skáldskaparlistarinnar.92 Sú skoðun hefur komið fram í tengslum við kæruna að ekki sé við hæfi að vitna í ritverk Helga Hóseassonar og jafnvel ekki einu sinni nafngreina hann þar sem hann hafi verið andlega veikur einstaklingur sem hafi ekkert sögulegt, félagslegt og trúarlegt vægi. Þetta sjónarmið hefur farið mjög í taugarnar á vantrúarfélögum og öðrum fylgismönnum Helga sem telja þvert á móti að taka beri málflutning hans og baráttu alvarlega, enda hafi maðurinn gert sér fulla grein fyrir því hvað hann var að gera og hafi að auki haft rétt fyrir sér.93 Reynir Harðarson segir í því sambandi í við- tali við DV að þegar hann fór að kynna sér fyrir hvað Helgi stóð og fyrir hverju hann hafi barist hafi honum þótt það allt skynsamlegt.94 Jafnframt tók kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason, annar höfunda heim- ildamyndarinnar Mótmælandi Íslands, undir það sjónarmið að Helgi væri „heilbrigðari en þeir sem telja hann óheilbrigðan“.95 Hafa ber í huga að hér er um að ræða mann sem a.m.k. út frá félagsfræðilegum forsendum hefur stöðu trúarlegs leiðtoga og er að því er virðist með mun meira fylgi meðal lands-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.