Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 49
TMM 2012 · 4 49 Þorsteinn Þorsteinsson Að lesa Tímann og vatnið II [Í febrúarhefti Tímaritsins 2011 átti ég grein sem ég kallaði „Að lesa Tím ann og vatnið“. Ég skoðaði þar allrækilega mikinn hluta ljóðanna, fjallaði um ýmis sérkenni ljóða- flokksins eins og þau horfa við mér og um eðli þess skáldskapar sem þar er á ferðinni. Í tveimur tengdum þáttum sem hér fara á eftir er svo ætlunin að víkja lítillega að við- tökusögunni og gera nokkru nánari grein fyrir skilningi mínum á Tímanum og vatn- inu. Fyrri þátturinn birtist upphaflega í Lesbók Morgunblaðsins 11.10.2008 undir heit- inu „… not mean but be …“ en er hér nokkuð aukinn og breyttur. Ekki skaðar að þekkja fyrri Tímaritsgreinina við lestur þessarar, einkum seinni þáttarins.] Afdrifarík einkunnarorð Setningafræðin gerir okkur kleift að skoða sem þekkt hvaðeina sem við vitum ekki að við vitum ekki. Og þetta hafa skáldin löngum vitað.1 Líklega hafa fá kvæði verið jafn umdeild meðal íslenskra ljóðalesara og Tíminn og vatnið. Þar varðar ekki mestu sá stóri hópur manna sem var á móti öllum nýjungum í ljóðagerð um miðja síðustu öld né þeir tiltölulega fáu sem virðast vera það enn, meira en hálfri öld síðar. Mun forvitnilegri er þáttur einlægra ljóðaunnenda og jafnvel skálda sem hafa lítt kunnað að meta ljóðaflokkinn og fundist hann slæmt hliðarspor á ferli Steins. Þessa hef ég oft orðið var í samtölum og það hefur einnig ratað á prent. Einkum mun bálknum þá fundið það til foráttu að hann sé afar torskilinn og jafnvel merkingarlaus á köflum og – það sem ófyrirgefanlegast er – að skáldið hafi í þessum ljóðum vísvitandi stefnt að merkingarleysu í skáldskap, eins og ljóst megi vera af orðunum sem Steinn setti flokknum í fyrri gerð 1948: „A poem should not mean / But be.“ Varla er ofmælt að þau orð – eða hin fjögur síðustu þeirra – hafi ráðið skilningi margra á ljóðunum, fyrst í stað að minnsta kosti. En þeir voru einnig til sem tóku hinum óvenjulegu ljóðum fagnandi frá upp- hafi og núorðið má segja að þau skipi sérstakan virðingarsess meðal ljóða frá síðustu öld þó ekki séu menn sammála um lykilinn að þeim. Viðtökusagan er því merkileg. Ekki er þó ætlunin að gera henni ítarleg skil hér heldur einungis að rekja einn þátt þeirrar sögu, þann sem tengist einkunnarorðunum og þeirri áleitnu spurningu hvort merkingu sé að finna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.