Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 78
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 78 TMM 2012 · 4 margrómaða æðruleysi andspænis dauðanum – að þannig sé honum mætt af karlmennsku. Það er hæpin niðurstaða og nýjustu bækur skáldanna tveggja benda síður en svo til þess að varnarlaus bið sé ákjósanleg staða þótt sjálfur staðurinn kunni að vera gin dauðans. Enginn tekur endanlega frá okkur óttann og kvíðann en ekki er þar með sagt að þeir ráði lögum og lofum. Bæði hafa þessi skáld ort um dauðann áður, en nú horfast þau í augu við hann úr nálægð hinna efri ára, hvort með sínum hætti. Og þá beinir hann sjónum þeirra jafnframt um öxl, ekki aðeins til þess sem liðið er, heldur líka til þess sem í vændum var hverju sinni. Fyrsta ljóðið og hið síðasta í bók Þorsteins skapa að þessu leyti einskonar ramma. Hið fyrra nefnist „Fræ“ og vísar að því leyti til blábyrjunar á æviferli, en líka til sýnar okkar fram á við hverju sinni, líklega allt fram á lokastund. Fræið og fæðingin, raunveruleg eða möguleg, fylgja okkur alla leið. Í ljóðinu segir að vera manns sé öll „sveipuð svip / einhvers í vændum, / einhvers sem ekki kom“ (9). Sennilega geyma allir innra með sér fortíð sem átti sér framtíð – framtíð sem ekki varð, en óx kannski á laun sem jurt af þessu fræi. Nema fræið eigi enn eftir að njóta varmans frá „biðinni“, svo vísað sé til lokalína ljóðsins – þarna kemur biðin enn við sögu. Vorum við, jafnvel þegar við sinntum einhverju lífsverkefni af hvað mestum ákafa, ef til vill líka að bíða eftir einhverju öðru? Hvaða brögð skyldu þá vera í tafli Tíma kóngs?4 Í bókarlok stendur hinsvegar ljóðið „Stórir komu skarar“ (52) sem hefst svo: Umhverfis manninn: hafþök, hál eins og gler … Á svelli þessu leika hvítar verur listir sínar, á hestum, akandi eða skautandi í sveiga, „sumar með sönglúðra“. Maðurinn í ljóði Þorsteins er því í vissum skilningi einnig staddur í ljóði Heines um álfareiðina – eða öllu heldur í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á því ljóði, því að svellið, hin „ísa gráa spöng“ er viðbót Jónasar og hún reynist hér örlagarík: Og brátt rekur ísinn að. Nær manni, nær; unz hann nemur í hjartanu stað. „Stóð ég úti í tunglsljósi“ er meðal þeirra ljóða sem íslensk börn hafa löngum lært utanað án þess að átta sig glöggt á merkingunni. Gott ef það var ekki í þessu ljóði sem maður kynntist fyrst orðinu „feigð“ án þess að skilja til fulls hvað það var að gera þarna, samferða „ástinni ungu“. Sá skilningur kom, með einhverjum hætti, löngu síðar. Um leið og Þorsteinn lætur þetta feigðar- ljóð loka bók sinni, nánar tiltekið með hjartasári, teygir hann sig jafnframt yfir mannsævina, til bernskunnar (meðal annars lestrarbernskunnar sem einnig bregður fyrir í bókinni), allt aftur til fræsins í fyrsta ljóði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.