Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 91
Á d r e p u r
TMM 2012 · 4 91
ar birtust fyrst á íslenskum vefmiðlum. Enn gat ég ekki séð hvenær mælingar á
íslenskum typpum fóru fram né hver safnaði þeim saman eða hver orsök þess var að
íslenskir karlmenn fóru sjálfir að mæla typpi sín. Undir töflu vefsvæðisins var ekki
getið neinna heimilda.
Á forsíðu Heimsgagnabanka meðaltyppalengdar mátti þó finna valmöguleikann
„uppruni gagna“. Þar var vísað á 84 mismunandi heimildir fyrir uppruna gagna á
vefsíðunni. Meðal heimilda má nefna:
Studies on self-esteem of penile size in young Korean military men. Asian Journal of
Andrology, 5, 185–189.
The Elle/MSNBC.com sex and body image survey. Elle, pp. 111–113. Magna-RX. (2005,
March). Does size really matter to your lover? More than you can possibly imagine! For Him
Magazine, p. 117.10
Ég held ég geti fullyrt að engin þessara heimilda gaf til kynna að þar væri að finna
upplýsingar um meðaltyppalengd íslenskra karla. Uppruni þeirra upplýsinga var mér
enn ókunnur. Á heimasíðunni var einnig hægt að velja „hafa samband“ og fékk
maður þá uppgefið tölvupóstfangið averagesizedatabase@hotmail.com. Undir póst-
fanginu stóð svo:
Niðurstöður rannsókna eru teknar saman á þessu vefsetri; það skal þó tekið fram að
ekki er unnt að greina frá sumum heimildum vegna diplómatískra deilna eða orðspors
vísindastofnana.11
Ég ákvað samt, þó að það gæti þvælt persónu mína inn í diplómatíska milliríkja-
deilu, að senda Heimsgagnabankanum tölvuskeyti sem hljóðar svo í íslenskri þýð-
ingu:
Kæri fulltrúi Heimsgagnabanka meðaltyppalengdar
Í nýlegri grein eftir Richard Lynn, fyrrverandi prófessor við Ulsterháskóla, sem nefnist
Rushton’s r-K life history theory of race differences in penis length and circumference
examined in 113 populations og birtist í tímaritinu Personality and Individual Differences,
er að finna lista yfir meðaltyppastærðir í 113 löndum.
Herra Lynn tekur fram að upplýsingar sem hann styðst við sé að finna á vefsvæði ykkar,
everyone.com/worldpenissize. Í þessum upplýsingum kemur fram að meðaltyppastærð
Íslendinga sé 16,51 cm.
Þar sem ég er Íslendingur hef ég áhuga á að vita eftirfarandi:
Á hvaða rannsókn eru upplýsingar um meðaltyppalengd Íslendinga byggðar?
Virðingarfyllst,
Bergur Ebbi Benediktsson
Bréfið sendi ég 2. október 2012 en hef enn ekki fengið svar.
Við erum það sem við lesum og heyrum
Þegar upp er staðið finnst mér eins og ég hafi tekist á hendur ferðalag dagana 30.
september til 2. október 2012 og að ég þurfi að gera þetta ferðalag upp. En hvaða
ályktun er hægt að draga? Það merkilegasta við þetta allt saman er kannski sú kald-
hæðnislega staðreynd að þrátt fyrir allt þá er typpalengd, sama hvaða merkingu við