Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 92
Á d r e p u r 92 TMM 2012 · 4 leggjum í hana, fullkomlega mælanlegt fyrirbæri. Fyrst áhugi okkar á eigin typpa- stærð í samanburði við aðrar þjóðir er jafn mikill og raun ber vitni er okkur algjör- lega í sjálfsvald sett að gyrða niðrum okkur frammi fyrir hinu alþjóðlega samfélagi og láta á það reyna hvar við stöndum. Kannski veit ég ekki einu sinni hvað mér á að finnast um þetta? Skiptir þetta kannski engu máli? Ég ætla að leyfa mér að enda þetta á dramatískum nótum. Ég held að allt sem við heyrum, sjáum og finnum hafi áhrif á okkur. Stundum er hægt að mæla áhrifin, oftar ekki. Ég veit ekki nákvæmlega hversu margir lásu typpa- fréttirnar sem birtust 30. september 2012. Ég veit hins vegar að þann 1. október á Íslandi þá voru þessar fréttir lesnar af fleira fólki en fréttir um borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem þá geisaði, forsetaframboðið í Bandaríkjunum og opinbera ákæru á hendur fyrrverandi forstjóra íslenska fjármálaeftirlitsins. Þær voru jafnvel lesnar meira en fréttir um spár vísindamanna um að lofsteinn væri í þann mund að rekast á tunglið og granda því. Þær voru lesnar meira en sérhver frétt af umhverfismálum, stríðsátökum eða viðskiptum. Þúsundir lásu greinarnar, tugþúsundir töluðu um þær, nánast öll þjóðin dreypti á þeirri fregn á einhvern hátt að reist typpi Íslendinga trón- uðu hæst á reðurhvolfi hinnar evrópsku álfu, þó að flestir hafi kannski gleymt því nú. En hvað varð um upplýsingarnar? Fóru þær inn um annað eyrað og út um hitt og svo ekki söguna meir? Í huga sérhvers einstaklings getur verið að það sé tilfellið. En ef það er til eitthvað sem heitir þjóðarsál, sameiginlegur tilfinningabelgur íslenskrar sjálfsmyndar, þá gúlpaðist þessi fregn þar ofan í og er þar um kjurrt. Þó að meðvit- und sérhvers einstaklings hafi tekið fréttinni af léttúð þá hringdu engar almennar viðvörunarbjöllur um að fregnin væri í fyrsta lagi lygi, í öðru lagi lygi komin frá þeim sem hún á endanum gabbaði (þ.e. einhverskonar sjálfblekkjandi sjálfsblekking) og í þriðja lagi lygi sem notuð var til að rökstyðja ógeðfelld og rasísk sjónarmið. Þvert á móti þá fékk fregnin að fljóta óáreitt í gegnum ritstjórnarborð þriggja stærstu netfréttamiðla landsins, í gegnum vitund tugþúsunda Íslendinga og að lokum ofan í tilfinningabelginn víða og útblásna þar sem hún liggur enn og kitlar. Sjálfsmynd þjóðar Það er góð regla að spá sem minnst um framtíðina. Því meiri metnað sem maður leggur í spádóma því ólíklegra er að þeir rætist. Eitt getum við samt vitað. Í framtíð- inni munu sagnfræðingar reyna að draga upp mynd af þjóðfélagi dagsins í dag. Þeir munu lesa bækur, tölvupósta, rýna í listaverk og margt fleira. En þeir munu einkum skoða fjölmiðla, og mögulega einnig samfélagsmiðla, og sjá þar spegilmynd – nánast áþreifanlegt afrit – af þeirri þjóð sem við erum nú. En það sem þeir munu ef til vill sjá er tómeyg spegilmynd af þjóð – spegilmynd sem lifði sjálfstæðu lífi á meðan frummyndin var einhversstaðar úti í göngutúr. Heimildir British men have bigger penises than the French according to survey of manhood sizes. Dailymail. co.uk. 30. september 2012. British men more well-endowed than French…but smaller than Germans. Telepraph.co.uk. 30. september 2012. Department of Defence. The President’s 2009 Budget. Sjá: http://www.gpo.gov/fdsys/pkg/BUD- GET-2009-BUD/pdf/BUDGET-2009-BUD-11.pdf. Tekið af netinu 3. október 2012. Íslendingar „stærstir“ í Evrópu. Mbl.is 30. september 2012.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.