Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Page 106
D ó m a r u m b æ k u r 106 TMM 2012 · 4 Mesta umfjöllun verðskuldar Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith. Í henni er að finna þær hugmyndir sem frjáls- hyggjan byggist helst á og lítur á sem óbifanleg lögmál sem Smith hafi leitt í ljós fyrstur manna og með því markað þáttaskil í sögu hagfræðinnar. „[R]étt er að vera á varðbergi þegar einhver rit- smíð er hafin á stall og kveikt á reykelsi“ (151) segir Einar Már og bendir á að fæstar þessara hugmynda hafi fyrst birst í Auðlegð þjóðanna, jafnvel hugmyndin um „ósýnilegu höndina“, sem Smith sé svo þekktur fyrir (enda þótt hún skipti fjarska litlu máli í sjálfu ritinu), eigi sér sína fyrirrennara. Nú þarf það ekki að vera galli á riti, nema síður sé. En rök- semdafærslurnar fyrir meginkenning- unum í Auðlegð þjóðanna virðast þó ekki mjög burðugar í endursögn Einars. Að hætti eðlisfræði Newtons leitar Smith grundvallarlögmálsins sem skýri öll fyrirbæri efnahagslífsins í „tilhneig- ing[u] mannsins til að vera í sífellu að býtta og versla með alla hluti“ (214), enda þótt augljóst megi teljast að flest fólk sé fegið að þurfa ekki að standa í slíku. Áður en Einar Már beinir sjónum að helstu kennisetningunum sem frjáls- hyggjan hefur eimað úr ritinu kannar hann hvort ekki megi bera í bætafláka fyrir Smith með þeim rökum að ekki sé hægt að ætlast til þess að kenningar hans séu hafnar yfir tíma en að þær hafi þó átt vel við þegar hann var uppi. En jafnvel það reynist erfitt því Smith ofgerir að mati Einars hlut markaðarins innan efnahagskerfisins: markaðurinn hafi fremur verið miðhæðin í efnahags- byggingunni. Á lægsta stiginu hafi eink- um farið fram vöruskipti milli bænda sem lutu öðrum lögmálum en leitinni að hámarksgróða og á efsta stiginu hafi stórkaupmenn unnið að því að losna undan allri samkeppni með því að kom- ast í einokunaraðstöðu og ráða verðlag- inu. Á miðstigi markaðarins hafi sam- keppnin auk þess síður staðið um verð en um athygli viðskiptavinanna. „Kenn- ingin um sjálfstýrðan markað, sem móti efnahagslífið samkvæmt framboði og eftirspurn, er því hugarsmíð“ (227), ályktar Einar. Út af fyrir sig er ekkert í þessari gagnrýni sem útilokar að hægt sé að koma á sjálfstýrðum markaði, og þarf því að skoða hvernig Smith sá fyrir sér að slíkur markaður gæti virkað. Stoðirn- ar sem kenning Smiths um hann hvílir á – og eru um leið helstu kennisetningar frjálshyggjunnar – eru þrjár, þ.e. 1) markaðslögmálin þar sem ósýnilega höndin vinnur sína vinnu öllum til hagsbóta, 2) mikilvægi þess að skipta sér ekki af gangvirki markaðarins og 3) kenningin um Hagmennið. 1) Sú sýn að það sé heildinni til hags- bóta ef hver og einn hefur eigin hag að leiðarljósi (en fórni ekki eigin hagsmunum) byggist á hugmyndinni um „náttúrulegt samræmi hags- munanna“. En sú hugmynd „stendur og fellur með þeirri kenningu að vinnan ein skapi verðið og þannig sé til eitthvert „náttúrulegt verð“ sem markaðsviðskipti geti byggst á og tryggi að hver fái að lokum sinn hlut“ (245). Eins og Einar bendir á býður sú kenning ekki upp á nein endanleg rök fyrir því hvert hið náttúrulega verð eigi að vera (233), því tveir af þremur þáttum þess, ágóði og landleiga, byggjast ekki á vinnuframlagi laun- þega, heldur einokunarstöðu vinnu- veitenda, sem reyna að hækka leiguna og eigin ágóða sem mest þeir geta. Hagsmunir hvors um sig eru þá held- ur ekki í neinu samræmi, „náttúru- legu“ eða öðru. Til þess að markaður- inn verði öllum til hagsbóta þyrfti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.