Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 123
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 123
sér endurskoðunarkröfu á mörgu sem
talið er sjálfgefið í heiðnum heimi. Hjá
þessu er sneitt. Þóroddur til dæmis,
hann telur sér til tekna þá skynsemi að
virða hvern guð sem hann á rekst – og
ekki meir um það. Þessi þögn er nokkur
ljóður á ráði annars úrræðagóðs höf-
undar. Aftur á móti er hitt vel til fundið,
að láta Glæsi misskilja kristið tal nauta-
manns og griðkonu um „iðrun og
yfirbót“ sem það eina sem „getur lokað
hringum“ (189). Þetta tal er látið verða
„frækornið að ráðagjörð“ draugsa. Hans
yfirbót getur ekki verið gott að gjöra,
hann tengir yfirbót við þá hefndar-
skyldu sem honum er sjálfsögð í heiðnu
garpasamfélagi. Nú rifjast upp fyrir
honum að „heiður og sæmd“ bjóða að
hann hefni Arnkels sonar síns – eins
þótt hann hafi sjálfur viljað syninum
flest illt. Hann vill trúa því að þá fyrst
verði „hringnum lokið“ að hann hefni
sín með því að drepa Þórodd – sinn eina
vin í heiminum. Þá fyrst geti hann hætt
marklausu haturshringsóli um mann-
heima. Eins þótt hann viti ekki lengur
fyrir hvað hann bæti með því að vega
Þórodd (190).
Ármanni Jakobssyni gengur oft giska
vel þegar hann fer langt frá Eyrbyggju
og hennar aðferð – ekki síst um innlönd
ills draugs. En það hefði ekki sakað að
hann gerði sig enn frjálsari undan
henni. Eyrbyggja er alltaf nálæg, ekki
aðeins í söguþræði heldur og öðru hvoru
í alllöngum orðaskiptum og frásögnum
af atburðum, sem eru lítt fleyguð beint
af skinnbókum tekin. Þetta á einnig við
um málfar og málblæ. Höfundur tekur
þann skynsamlega pól í hæðina að
skrifa sem næst tímalausa íslensku,
hvorki fyrna né módernisera. En Eyr-
byggjuívitnanirnar beinu skapa vissa
mishljóma: það verður stundum einum
of langt á milli þeirra og nútímatals, t.d.
um að líf draugs sé „aðeins formleysa“
(50) goðar „komi sér upp kerfi“ (64) og
„gamalt fólk er afskrifað af æskunni“
(40).
Hvað um það: í sögunni um Glæsi er
lagt út í ævintýraferð þar sem forneskja
Eyrbyggju og um margt framandlegur
hugarheimur stíga dans við nútíma-
skilning á því hvernig persónuleiki
verður til og á því ferðalagi má finna
margt skarplega athugað um vegi illsk-
unnar og eymd hennar. Það þarf ekki
allt „að ganga upp“ eins og segir í leiðin-
legri klisju, enda mega allir vita að hér
er um að ræða málefni sem aldrei verða
að fullu skýrð og skilin. Mestu skiptir að
þetta var góð skemmtiferð því höfund-
urinn ræður yfir fjörlegu hugviti og stíl-
gáfu sem vel dugir til að bæla niður efa-
semdanöldur og annað vanþakklæti.
Æsa Guðrún Bjarnadóttir
Að ráða nánd af
húsakynnum
Oddný Eir Ævarsdóttir: Jarðnæði. Bjartur
Reykjavík 2011.
Það er eins og að bera í bakkafullan læk
að ljúka lofsorði á síðustu bók Oddnýjar
Eirar Ævarsdóttur, Jarðnæði. Bókin er
auðvitað bæði tilnefnd og verðlaunuð,
tilnefnd til íslensku bókmenntaverð-
launanna og hlaut Fjöruverðlaunin 2011,
en þar að auki hefur hún fengið mikla
umfjöllun gagnrýnenda. Er þá ekki um
að ræða hið alræmda stjörnuregn, þó að
sannarlega hafi bókin hlotið þær nokkr-
ar, heldur hafa ýmsir bókmenntafræð-
ingar, gagnrýnendur, blaðamenn og
bloggarar kafað dýpra, greint og gruflað