Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 125 ilið ætti að vera staður tilrauna og upp- götvana, staður næðis til að þroska það eðlasta í hverri veru í fínstillingu við þrá og leit hinna.“ (81) Húsnæðisþörf sögu- manns verður að ósk um jarðnæði, í sátt og samlyndi við sig og aðra. Næðið er hið eftirsótta markmið veg- ferðar sögumanns. Hún þráir næði til að hugsa og til að skrifa en um leið vill hún lifa í samfélagi við aðra, með tilheyrandi upplausn og flækjum. Vegferð hennar er leit að rými sem inniheldur hvort tveggja, næði og nánd. Þegar í upphafi bókarinnar gerir bróðir hennar Ugli, fornleifafræðingur og ein af lykilpersón- um bókarinnar, henni það ljóst að þessi draumur gangi ekki upp: „Það er gott að skipta liði og skiptast á en maður verður líka að vera alltaf til staðar fyrir hinn. Þetta er svo snúið. Hvernig í ósköpun- um getur maður fundið sér sitt rými eða verið í næði við slíkar aðstæður?“ (31) Það er þessi þversögn sem er drifkraftur bókarinnar, sögumaður gefst ekki upp á því að reyna að yfirvinna hana. Þver- sögnin hefur raunar áður verið kynnt, í formi krossgátu. Sögumaður og ástmað- ur hennar, fuglafræðingurinn Fugli, búa saman til krossgátu og hún er ákveðin í því að útkoman eigi að vera eitt orð, kannski jarðnæði. Hún reynir að útskýra fyrir honum skilning sinn á merkingu orðsins en Fugla finnst orðið gröf eiga betur við, þar sem þar fyrst fái hún algert næði. (16) Bróðir hennar og ástmaður birtast þannig báðir sem efa- semdarmenn um þessa hugmynd henn- ar um næði, en þrátt fyrir það fylgja þeir henni til loka. Í draumkenndum lokum bókarinnar skríður hún ofan í gröf og festir þar svefn, en þeir bjarga henni upp úr gröfinni og leggja drög að framtíðar- húsnæði þeirra: Þeir sögðu að við skyldum byggja okkur bæ í anda fjórtándu aldarinnar, inni á öræfum, með gufubaði og prentsmiðju þar sem prentaðar verða árstíðaminn- ingar og líka endurfædd almanök. Þeir sögðu að við skyldum búa með fjölskyldu og góðum vinum á sjálfbæran spíralhátt, við nýjustu tækni í rótgróinni vináttu og í tengslum við jörðina en með dyrnar opnar út á haf. (209) Mennirnir í lífi hennar tala skyndilega einum rómi og virðast hafa einn vilja. Lokakaflinn tengir saman kyrrð grafar- innar og drauminn um rými sem sam- einar næði og nánd. Frásagnarformgerðir Á kili bókarinnar stendur orðið dagbók, ekki sem undirtitill bókarinnar heldur frekar stimpill um innihald hennar. Oddný Eir segist sjálf vilja reyna á mörk skáldskaparins3 og hefur hér sem í fyrri bókum sínum, Opnun kryppunnar (2004) og Heim til míns hjarta (2009) nöfn og aðstæður úr eigin lífi til grund- vallar. Án þess að kryfja hér frekar hug- tökin ævisaga, skáldsaga og skáldævi- saga í samhengi við Jarðnæði verður að játa að það er ákveðið átak við lesturinn að setja ekki raunveruleg nöfn og andlit á sögupersónur bókarinnar, í þorpinu Íslandi þekkja flestir flesta og á stund- um fannst mér þetta truflandi, fór að líða eins og pervers gluggagægi sem sæi þó bara hálfa söguna. Hér birtist kannski hinn íslenski heimóttarskapur, þetta myndi ekki trufla mann við lestur bókar eftir erlendan höfund. Dagbókarformið er vandmeðfarinn miðill, ef til vill vegna þess að orð sem rituð eru í dagbók eru fyrst og fremst ætluð ritaranum sjálfum. Þetta hefur áhrif á miðilinn og skapar honum sér- stöðu. Í sögulegu samhengi eru dagbæk- ur sem heimildir lausar við flúr og stíl- æfingar, veita sjaldan innsýn í persónu- legar tilfinningar skrifarans. Sagnfræð- ingar sem hafa rannsakað dagbækur Íslendinga frá 19. öld hafa skilgreint
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.