Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 133 óna en tekur stórstígum framförum í því að brugga gott öl. Þar sem þessi þrjú iðka sín fræði í friðsæld Sauðlauksdals bank- ar upp á sauðdrukkinn og illa haldinn Íslendingur; Halldór Mogesen Etasráð, sem áður var talinn einn mesti efnispilt- ur landsins og væntanlegur sómi. En nú hafði hann semsé drukkið frá sér ráð og rænu og var kominn eftir ólíkindareisu í Sauðlauksdal. Þar hefst upprisa hans til nýs lífs; hann gengur í gegnum sannkall- aðan hreinsunareld en mót öllum spám rís hann upp að nýju – og verður þannig táknmynd fyrir hið nýja Ísland og að enn sé von. Sagan skiptir aðeins um tón þegar Halldór Etasráð kemur til sögunn- ar, en hann er annars nokkuð kunnugleg persóna; atgervis- og hæfileikamaðurinn sem áfengisböl og sjálfseyðingarhvöt dregur niður í svaðið þannig að öll hans talenta kemur fyrir ekkert. Upprisa Hall- dórs til nýrra siða felur í sér táknræna merkingu: hið fyrrum sídrukkna Etas- ráð tekur við kefli Björns og verður öfl- ugasti boðunarmaður nýrrar vonar. Rétt eins og Björn íhugar í lok sögunnar, þar sem hann stendur á hlaðinu í Sauðlauks- dal; kona ein hefur afhent honum barn sitt og segist sannfærð um að hann geti látið það lifa – þá spyr Björn sig hvaðan henni komi þessi trú: „Kannski var það Etasráðið sem fyllti hennar sinni slíkri oftrú, en er það nokkur hugveiklun þótt sáldrað sé gliti í sandinn, og fólki frekar alin von en úr því dregin lífslöngun með svartagalli og vonsku? Það eitt vissi ég þar sem ég stóð á hlaðinu og fann nánd þessara sveitunga minna flytja mér heim kvikuna inni í Íslandi, að það var enn von í heiminum. Hér þreyjum við lífið og höldum okkar jól, sama hversu yfir okkur er spúið.“ (130) Saga Sölva er því í hæsta máta inn- legg í umræðuna, ef svo má segja, jafn- vel mætti kalla hana hrunbók og þá frumlegustu hrunbókina. Sú hugmynd að láta endurreisnarmanninn og föður íslensku kartöflunnar spegla ástand Íslands í nútímanum er mjög snjöll. Þar með tekst hann á við sígildar spurningar sem við hljótum ávallt að spyrja okkur, ekki síst eftir áföll: Hver er ég, hvar á ég heima og hvers vegna? Sagan sver sig í sömu ætt og nýlegar bækur Sjóns og Ófeigs Sigurðssonar, Rökkurbýsnir og Skáldsaga um Jón, þar sem leitað er fanga í sögunni; fortíðinni er gefið mál og hún látin tala til okkar með bæði beinum og óbeinum hætti; samtíðin er spegluð í fortíðinni, og öfugt. En sagan er líka, rétt eins og bækur Sjóns og Ófeigs, prýðilegt bókmenntaverk. Sölvi nær afar fínum tökum á þeim kansellí- stíl sem einkenndi verk upplýsingar- manna, sem voru reyndar að sönnu misgóðir stílistar, en stíll Sölva er leik- andi og gagnsær, oft uppáfinningasam- ur og myndríkur svo frásögnin prjónar sig stundum upp í hæðir. Orðfærið er sögutímans að langmestu leyti þótt stundum leiki höfundur sér með það, og frásögnin verður oft fyndin fyrir vikið, og hún er reyndar mjög skemmtileg þótt dauðans alvara sé baksviðið. Björn sjálf- ur, sem segir söguna í fyrstu persónu og stílar á Eggert sinn, er sannfærandi persóna, einlægur hugsjónamaður sem berst við að halda í vonina þótt sjálfur horfi hann raunsætt inn í sitt eigið skapadægur. Svar hans er að vonin um endurreisn Íslands sé fólgin í samstöðu, að landar dragi einn taum með sameig- inlega hagsmuni lands og þjóðar í huga – og á heldur betur erindi við okkar tíma.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.