Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 143 ofan í gildrur sem hann egnir fyrir hana til að geta skeytt skapi sínu á henni og niðurlægt hana. Þóroddur er um tvítugt og býr heima, flosnaður upp úr skóla og á í vandræðum með sjálfan sig. Hann birtist þannig augum Batta á neðri hæð- inni framarlega í bókinni: Þóroddur stendur í skugga föður síns, klæddur svörtum sniðlausum ullarfrakka sem er hnepptur upp í háls, feitt svart hárið hylur helming andlitsins en á hinu blasir við óttaslegið, starandi auga. (50) Þóroddur dregur sig inn í skel og lifir í eigin draumaheimi.. Þóroddur finnur fyrir sömu tómleikatil- finningunni og greip hann þegar hann var lítill og hafði gleymt sér í leik og það rann upp fyrir honum að hann væri orðinn of seinn í mat, oft vissi hann ekki hvort honum þætti sárari eftirsjáin eftir þeim draumaheimi sem hann var stiginn út úr eða óttinn við refsinguna sem beið hans heima. /…/ Refsingin vareinungis það gjald sem hann þurfti að greiða fyrir að eiga eitthvað út af fyrir sig, eitthvað sem aðrir gátu ekki ruðst inn í eða tekið af honum. (180) Hann hverfur inn í heim bóka sem hann hefur lesið og kvikmynda sem hann hefur séð og heillast líka af stjörnu- himninum og veltir fyrir sér geimferð- um og vísindalegum uppgötvunum um himingeiminn. Þó að móðirin sé bæld og beygð á heimilinu hefur hún reynt að standa vörð um hann: Það rennur upp fyrir honum að hann hefur allt frá því hann man fyrst eftir sér leitað skjóls undir verndarvæng þessarar konu sem hann álítur aumasta af öllu, aldrei hefur hún hikað við að ganga á milli þegar faðir hans hefur verið í þann mund að rífa hann í sig, jafnvel þegar henni hlaut að vera ljóst að það var of seint að bera klæði á vopnin, dýrið svo hamslaust af bræði að reiði þess hlaut að bitna á einhverjum. Á þeim stundum sendi hún hann burt og hann hvarf inn í sjálfan sig, gekk ótrauður inn í eigin hug- arveröld án þess að líta um öxl. (195–6) Við sögu koma tveir aðrir íbúar stiga- gangsins, fyrrnefndur Batti, sem býr á hæðinni fyrir neðan fjölskyldu Þórodds, og Bíbí sem á heima á hæðinni fyrir ofan þau. Bíbí, Bryndís Halldórsdóttir, er frá- skilin, hætti í skóla þegar hún gifti sig og vann fyrir manni sínum í hans námi en er nú að koma undir sig fótunum sem sjálfstæð kona, við misjafnar undir- tektir: Hex, gribba, skækja, forað, frekja, ólán, hóra; þetta voru orðin sem notuð voru um hana. Sjálf var hún ekki vön að taka sér þessi orð í munn og það gerði henni hægara fyrir þegar kom að því að lesa í þau þá merkingu sem raunverulega bjó að baki: ráðagóð, ákveðin, sjálfráð, fylgin sér, fögur. (72) Það er hljóðbært í stigaganginum og Bíbí gerir tilraun til að koma kynsystur sinni til hjálpar, einsetur sér reyndar að verða jákvætt hreyfiafl í lífi mæðgin- anna á neðri hæðinni. Kaflinn þar sem þær eru leiddar saman heitir Kvenna- hjal, en það er írónískur titill; Dóróthea þiggur ekki ráð eða hjálp frá konu sem geymir miklu yngri mann allsnakinn inni í svefnherbergi og getur auk heldur ekki eignast barn. „Þú ert ekki einu sinni kona“ (26). Hún dregur þá ályktun að Bíbí vilji sjálf ráðskast með drenginn, rétt eins og faðir hans: Hvers vegna getið þið ekki bara séð hann í friði, þið ásælist hann hvert af öðru og reynið að spilla honum, hvað er það sem þú sérð svona mikið að honum? Að hann er saklaus? Viðkvæmur? Óspilltur?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.