Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Blaðsíða 145
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 4 145
fyrir ofan sófann, skaut herðunum
upp og pírði augun líkt og hún rýndi
í eitthvað smátt. Hún ræskti sig aldrei
en stundum fékk hún hóstaköst og
kúldraðist saman eins og maður
sem fær högg í magann. Á endanum
rýmdu þeir til fyrir henni, þrýstu sér
þétt að sófaörmunum svo hún gæti
bakkað í plássið á milli þeirra eins
og drekkhlaðinn pallbíll sem ýtir á
undan sér breiðum afturenda í þröngt
stæði. Heitur líkami hennar lagðist
seigfljótandi upp að þeim: „Sei, sei.“
(11–12)
Sjónvarpið er þannig það eina sem hefur
sameinað þessa fjölskyldu, og Þóroddur
spyr sig þegar hann hefur glæpst á að
smygla litasjónvarpstæki inn á heimilið
hvort hann hafi viljað sameina fjöl-
skylduna að nýju fyrir framan tækið. En
í stað þess að lokast þar inni hleypur
hann í sögulok undir stjörnuhimni og
sjónarhornið fjarlægist, hverfur ofar og
ofar, út í geiminn, til þeirrar sýnar sem
blasti við fyrstu geimförunum, fyrsta
tunglfaranum. Þá var íslenska sjónvarp-
ið að vísu í sumarfríi. En snjókoman á
sjónvarpsskjánum er leifar af frum-
sprengingunni sem skapaði heiminn. „Í
einhverjum skilningi er sköpun heims-
ins því bæði send út beint og endursýnd
alla daga og allar nætur í sjónvarpinu.“
(216)
Hér er á ferðinni einhvers konar
„æskumynd listamannsins“. Þóroddur
Ríkharðsson er ekki alveg óþekkt nafn á
íslenskum bókmenntavettvangi. Í
nýlegu blaðaviðtali við höfundinn
kemur fram að hann á sér sjálfstæða til-
vist í netheimum þar sem birst hafa eftir
hann sagnabálkar og ljóð undir nafninu
Todd Richardsson. Af þeim má ráða að
Þóroddur hafi lifað af erfið uppvaxtarár
í Breiðholtinu og sprungið út sem
íslenskt skáld í Vesturheimi á níunda
áratugnum.
Nóvember 1976 felur í sér safn ólíkra
persóna, átök þeirra í milli, einnig tíðar-
anda og þjóðfélagsmynd í hnotskurn,
með vísunum í ýmsar áttir. Stundum er
á mörkunum að hún nái að halda utan
um allt það efni á samkvæman hátt. En
sagan er einstaklega vel skrifuð og hlýt-
ur að teljast einhver glæsilegasta frum-
raun ungs höfundar í skáldsagnagerð á
síðustu árum.