Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 145

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2012, Side 145
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 4 145 fyrir ofan sófann, skaut herðunum upp og pírði augun líkt og hún rýndi í eitthvað smátt. Hún ræskti sig aldrei en stundum fékk hún hóstaköst og kúldraðist saman eins og maður sem fær högg í magann. Á endanum rýmdu þeir til fyrir henni, þrýstu sér þétt að sófaörmunum svo hún gæti bakkað í plássið á milli þeirra eins og drekkhlaðinn pallbíll sem ýtir á undan sér breiðum afturenda í þröngt stæði. Heitur líkami hennar lagðist seigfljótandi upp að þeim: „Sei, sei.“ (11–12) Sjónvarpið er þannig það eina sem hefur sameinað þessa fjölskyldu, og Þóroddur spyr sig þegar hann hefur glæpst á að smygla litasjónvarpstæki inn á heimilið hvort hann hafi viljað sameina fjöl- skylduna að nýju fyrir framan tækið. En í stað þess að lokast þar inni hleypur hann í sögulok undir stjörnuhimni og sjónarhornið fjarlægist, hverfur ofar og ofar, út í geiminn, til þeirrar sýnar sem blasti við fyrstu geimförunum, fyrsta tunglfaranum. Þá var íslenska sjónvarp- ið að vísu í sumarfríi. En snjókoman á sjónvarpsskjánum er leifar af frum- sprengingunni sem skapaði heiminn. „Í einhverjum skilningi er sköpun heims- ins því bæði send út beint og endursýnd alla daga og allar nætur í sjónvarpinu.“ (216) Hér er á ferðinni einhvers konar „æskumynd listamannsins“. Þóroddur Ríkharðsson er ekki alveg óþekkt nafn á íslenskum bókmenntavettvangi. Í nýlegu blaðaviðtali við höfundinn kemur fram að hann á sér sjálfstæða til- vist í netheimum þar sem birst hafa eftir hann sagnabálkar og ljóð undir nafninu Todd Richardsson. Af þeim má ráða að Þóroddur hafi lifað af erfið uppvaxtarár í Breiðholtinu og sprungið út sem íslenskt skáld í Vesturheimi á níunda áratugnum. Nóvember 1976 felur í sér safn ólíkra persóna, átök þeirra í milli, einnig tíðar- anda og þjóðfélagsmynd í hnotskurn, með vísunum í ýmsar áttir. Stundum er á mörkunum að hún nái að halda utan um allt það efni á samkvæman hátt. En sagan er einstaklega vel skrifuð og hlýt- ur að teljast einhver glæsilegasta frum- raun ungs höfundar í skáldsagnagerð á síðustu árum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.