Blik - 01.06.1980, Page 9
Ólafur Á. Kristjánsson, frá Heiðar-
brún, fyrrv. bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjakaupstað.
um þessa frægð forfeðranna", eins
og hann orðaði það í greininni, og
nota til þess öðrum þræði þessa
skipsskrúfu.
Stjórn Björgunarfélags Vest-
mannaeyja tók þessari hugmynd
Ólafs mjög vel og var þá afráðið að
hann ynni áfram að því að koma
þessari hugsjón í framkvæmd.
Þá lét Ólafur í ljós þá hugmynd
sína, að minnisvarðinn yrði reistur
á grasigróna þríhyrningnum í
Friðarhöfn.
Bæjarstjórn kaupstaðarins gat
fallizt á þá hugmynd hans.
Ýmsir kunnir Eyjamenn lögðu nú
hönd á plóginn. Ólafur teiknaði,
braut heilann og teiknaði. — Árni
Johnsen, blaðamaður kom því til
leiðar, að Landhelgisgæzlan lét eitt
af skipum sínum flytja skrúfuna til
Reykjavíkur og síðar til Eyja. Þá
hafði Ólafur lokið við að teikna
aðaluppdráttinn að minnisvarðan-
um. Þar hafði hann tekið tillit til
þess, að fjórða blaðið hafði brotn-
að af skrúfunni við tugi ára legu í
sjó. Þrjú voru eftir og það dugði
hugvitinu.
í marzmánuði 1977 sendi Ólafur
myndir af minnisvarðateikningum
sínum til Vestmannaeyja. Svo að
segja samstundis birti Dagskrá eina
myndina og flutti Eyjafólki jafn-
framt hvatningarorð að safna nú fé
og reisa minnisvarðann hið fyrsta.
Að þessari hugsjón var síðan unnið
af áhuga og fórnfýsi.
Hinn 25. júní 1977 var Ól. Á. Kr.
látinn taka fyrstu skóflustunguna
að minnisvarðanum. Síðan hlóð
Runólfur Dagbjartsson, múrara-
meistari, varðann úr brimsorfnum
blágrýtishnullungum og naut
hjálpar og aðstoðar Sigurðar Jóns-
sonar frá Engey við það starf. Hann
hafði þá hliðsjón af teikningum
Ólafs og svo líkani af minnismerk-
inu, sem Óskar Kristjánsson bróðir
Ólafs hafði gert að beiðni bróður
síns.
Samfara þessum framkvæmdum
tók að berast fé frá félagssamtök-
um, fyrirtækjum og einstaklingum í
kaupstaðnum til greiðslu á keyptri
vinnu og efni. Fyrsta fjárframlagið
barst minnismerkjasjóði frá Slysa-
varnadeildinni Eykyndli í Eyjum.
Alls gáfu þessi samtök minnis-
merkjasjóði kr. 525.000.— Mörg
önnur rausnarleg framlög bárust
sjóðnum.
Vélsmiðjurnar í Eyjum, Magni,
blik
7