Blik - 01.06.1980, Page 14
SIGFÚS J. JOHNSEN:
Fyrsti gúmmíbjörgunarbáturinn.
Áhrifamikið brautryðjandastarf.
Það fer varla fram hjá nokkrum,
sem les Blik að staðaldri, hve
mikill fróðleikur hefur náð að varð-
veitast frá gleymsku á síðum ritsins
um áraskeið. Þar hefur sjávarútveg-
ur Eyjamanna ekki farið varhluta.
Ég afréð þess vegna, þegar ég rakst
á gamalt viðtal, er ég hafði átt árið
1954, að birta það í Bliki. Það við-
tal varðar merkan þátt úr björgun-
arsögu byggðarlagsins okkar og svo
landsins í heild.
Viðtal þetta átti ég við hinn
trausta útgerðarmann, Kjartan
Ólafsson frá Hrauni í Vestmanna-
eyjakaupstað.
„Kjartan, það mun hafa verið
þú, sem fyrstur íslendinga bjóst
fiskibát þinngúmmíbjörgunarbáti?"
„Öllu má nú nafn gefa. En vert er
að geta þess, að Sighvatur Bjarna-
son, útgerðarmaður í Ási hér í
Eyjum, keypti gúmmíbjörgunarbát
skömmu eftir að ég keypti bátinn
handa vélbátnum mínum Veigu.
Þess vegna mun vélbáturinn hans,
Erlingur, hafa verið búinn þessu
björgunartæki eins og vélbáturinn
minn á vertíð 1951.“
„Þar sem ég hygg, að fólki þætti
fróðleikur i því að heyra eitthvað
Sigfiís J. Johnsen
um tildrög að aðdraganda þess, að
þú festir kaup á þessu björgunar-
tæki, þá vænti ég, að þú segir mér
stuttlega frá þessum atburði.“
„Já, það var haustið 1950, sem
skipaskoðun ríkisins skrifaði öllum
útgerðarmönnum og tjáði þeim, að
krafizt yrði, að allir íslenzkir fiski-
bátar hefðu björgunarbát eða
fleka til taks í sjóferðum. — Ég
var þá staddur í Reykjavík um
haustið og hafði nýlega lesið grein í
tímariti um gúmmíbjörgunarbáta.
Einnig hafði ég heyrt sagt, að
12
BLIK