Blik - 01.06.1980, Síða 20
Um sumar jarðirnar var ríkjandi
nokkur vafi. T.d. sat oft aðeins einn
bóndi á Presthúsum, þó er hún í
sumum heimildum talin einn jarð-
arvöllur, þ.e. tvær jarðir. Vafinn
stafar e.t.v. af því, að önnur Prest-
húsajörðin varð að sækja heyskap
sinn að töluverðu leyti í Úteyjar, —
bóndinn varð að heyja þar og flytja
heim til Heimaeyjar megnið af hey-
feng sínum.
Árið 1552 stofnaði danska kon-
ungsvaldið til einokunarverzlunar í
Vestmannaeyjum. Það var réttri
hálfri öld fyrr en danska einokunar-
verzlunin var leidd i lög eða löggilt á
öllu landinu.
Fyrstu fimm árin (1552-1557) tók
borgarstjórnin í Kaupmannahöfn
einokunarverzlun þessa á leigu. Að
þeim árum liðnum rak konungurinn
sjálfur verzlunina fyrir eigin reikn-
ing. Þá voru alls ráðandi í Eyjum
verzlunarstjórar konungsvaldsins í
landbúnaði, sjávarútvegi og
verzlun. Kirkjustarfsemin laut þar
einnig valdboði að miklu leyti, með
því að fjárgæzlumaður Landa-
kirkju var hinn danski einvaldur í
nafni konungs.
Á síðari hluta 16. aldarinnar hét
forstöðumaður konungsverzlunar-
innar í Vestmannaeyjum Simon
Surbeck. Þessi danski einvaldur lét
Eyjabúa vissulega finna fyrir valdi
sínu.
Frá fornu fari eða ómunatíð
höfðu bændur þeir, sem bjuggu á
Kirkjubæjatorfunni, hinum átta
jörðum þar, haft í sameiningu afnot
af Yztakletti. Þar veiddu þessir
bændur mikið af fugli á vissum
tíma ársins. Þar var einnig eggja-
tekja mikil. Svo grösugur var Klett-
urinn, að talin var þar ársbeit handa
120 fjár. Einnig voru þar nota-
drjúgar slægur til heyskapar. Öll
þessi hlunnindi notuðu Kirkju-
bæjabændur sér í ríkum mæli og
höfðu gert frá ómunatíð.
Þessi danski valdsherra, sem ég
nefndi, svifti bændurna öllum
notum af Yztakletti og setti þær
reglur gegn lögum og rétti, að
Yztiklettur skyldi verða talin 49.
jörðin í Eyjum. Og umboðsmenn
danska konungsvaldsins skyldu
einir hafa afnotarétt Yztakletts í
eigin þágu eða þá leigja hann
öðrum, ef þeim þóknaðist það
heldur. Þessu boði urðu bændur að
lúta, þrátt fyrir skýlaus ákvæði í
byggingarbréfum þeirra. Svo varð
það að vera, sem valdsmaðurinn
bauð.
Ég kýs að skjóta því hér inn í mál
mitt, að Eyjabændur fengu ekki
aftur að njóta þessarar fornu
hlunninda af Yztakletti fyrr en árið
1935 eða eftir um það bil hálfa
fjórðu öld. Megnið af þeim ára-
fjölda nutu valdsmenn konungs-
valdsins þessara miklu hlunninda
eða danski einokunarkaupmaður-
inn. „Þurrabúðarmenn" í Eyjum
fengu Klettinn til nytja og þá á leigu
á síðari hluta 19. aldar og þar til
honum var „skilað aftur“ til hinna
upphaflegu aðila.
Öll söguleg líkindi eru til þess, að
18
BLIK