Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 21
bændafjölskyldurnar í Vestmanna-
eyjum hafi að öllum jafnaði haft
nokkurnveginn næga neyzlumjólk
lengstan tíma ársins. Öðru máli
gegndi um fjölskyldur tómthúss-
eða þurrabúðarmannanna, sem svo
voru kallaðir. Það fólk lifði oft við
sult og seyru, sérstaklega þegar lítið
aflaðist.
Þetta fólk átti þess engan kost að
neyta mjólkur, ef það naut ekki vin-
semdar eða vorkunnsemi t.d.
bændakvenna, sem fundu til með
þessu gjörsnauða fólki og sendi því
þá mjólkurlögg eða aðra fæðubót
endur og eins og stundum hluta úr
ári eftir ástæðum. Þetta gerðist oft,
bd. þegar sá á börnum hinna
snauðu sökum mjólkurskortsins
eða veikindi þjáðu þau. Svo tjáðu
mér fyrir tugum ára aldraðir Eyja-
menn, sem nutu sjálfir þessarar
mannúðar á uppvaxtarárum sínum
á fyrri öld. Þeir voru synir þurra-
búðarfólks í Vestmannaeyjum.
„Lítil tilvísan..“
Séra Gissur Pétursson var
sóknarprestur í Vestmannaeyjum á
árunum 1689-1713. Þessi prestur
skrifaði á prestskaparárum sínum í
Eyjum greinarkorn um Vestmanna-
eyjar, sem er einskonar lýsing á
byggðarlaginu, landslagi, náttúru-
legum fyrirbrigðum og atvinnuveg-
um fólksins, sem byggir Eyjarnar.
Skrif þessi heita „Lítil tilvísan um
Vestmanna-Eyja Háttalag og Bygg-
ing.“
Til fróðleiks og nokkurrar
blik
ánægju birti ég hér nokkur orð úr
skrifum prestsins, þar sem hann
ræðir um landbúnað Eyjamanna:
„Til mýrlendis eða flóða vottar hér
aldeilis ekkert nema lítið á því plássi
Torfmýri kallað, fyrir neðan Dal-
fjall, skammt frá Herjólfsdal,
heldur allt harða vall-lendi og lágur
grasvöxtur, sérdeilis af því að það
verður strax uppbitið af skepnanna
margfjölda, þar hér munu finnast
undir 80 kýr, 50 hestar auk allt
sauðfé, og mikill torfskurður. Þó
meina menn hér góðan landskost,
þar skepnurnar haldast vel við hold,
þó að graslítið sé og mjólkar meðal-
lagi....“
..... Af sjávarafla, fuglaveiði og
eggjum lifa innbyggjendurnir,
framar en þeim landgæðum, sem
Eyjan sjálf með sér færir, með því
plássið er lítið, en fólkið margt, og
flestir, sem ei hafa meir en tvær
kýr, margir eina, en fæstir þrjár,
svo allir verða að tilkaupa srnjör,
vaðmál, skæðaskinn og sýru frá
meginlandinu með fleiri nauðsyn,
sem þá um varðar. — Eigi er heldur
tíðkað af mörgum að stíja fé, því
það veitir mjög örðugt, þar það
hleypur í fjöll og firnindi, og for-
sómast þar með annar aðdráttur, ef
menn gefa sig þar til, en Eyjan
þrönglend og hálf að vestanverðu
ekki nema mjög graslítið mosa-
hraun. Þar fyrir kunna ei jarðirnar,
sem svo eru kallaðar, að eiga mikla
fjárítölu; ganga svo lömbin undir
ánum hjá velflestum sjálfala eins og
í úteyjum. Verða því lömbin feit,
19