Blik - 01.06.1980, Síða 22
svo fundizt hefur í einum dilk 10-12
merkur (af mör); einnig sauður í út-
eyjum með hálfumþriðja fjórðung
(35 pd.). Þó fellur ekki svo stórt fé í
þessum úteyjum sem á meginland-
inu, fyrir þá orsök segja menn, að
það vantar vatn.....“
Fyrsta manntal á íslandi átti sér
stað árið 1703. Þá var sem sé séra
Gissur Pétursson sóknarprestur á
Ofanleiti. Þá virðast eiga heimili í
Vestmannaeyjum samtals 307
manns. Þar að auki dvöldust þar á
vertíð, þegar manntalið var tekið,
22 aðkomumenn, líklega vertíðar-
fólk. — Manntalið er dagsett 14.
marz 1703.
Fólkið verður flokkað þannig:
1. Bændur, börn þeirra og búalið
........... 199 manns
2. Fólk einokunarkaupmannsins á
Kornhólsskansi ...... 6 manns
3. Húsmenn ,,við tómt hús“, eins
og komizt er að orði .. 40 manns
4. Ómagar Vestmannaeyjasveitar
.............. 53 manns
5. Ómagar annarra sveita
................. 9 manns.
6. Vertíðarfólk ........ 22 manns
Samtals 329 manns
Séra Gissur sóknarprestur tekur
það fram, að í Eyjum „gefist þá 80
kúa nyt“.
Lýsing Vestmannaeyjasóknar
Séra Brynjólfur Jónsson sóknar-
prestur að Ofanleiti á árunum 1860-
1884 skrifaði „Lýsing Vestmanna-
eyjasóknar“ á árunum 1873 og
fram um 1880. Þar er margan fróð-
leik að finna um byggðarlagið.
Varðandi landbúnað Eyjamanna vil
ég eiga þessa kafla skráða hér:
...Um allar þær jarðir, sem hér
að framan eru nefndar (jarðirnar á
Heimaey) er það að segja, að þeim
fylgir heyskapur nokkurn veginn
eftir jarðarmegni, þannig að hver
einbýlisjörð gæti með góðri rækt
fóðrað svo sem eina kú með því
heyi, sem fæst af túnum, en all-
rnargar þeirra eiga og tiltölu til hey-
skapar, sumar í Heimakletti og
sumar í úteyjum Elliðaey og Bjarn-
arey. Er þessi úteyjaheyskapur
næsta erfiður og kostnaðarsamur.
Á Ofanleiti fæst allt að því 4 kýr-
fóður. Allar eiga þessar jarðir, (að
fráteknum Yztakletti) tiltölu til hag-
beitar til jafnaðar fyrir einn hest
hver um sig og 12 sauði á Heima-
landi, sem að því er hagbeit snertir
er óskipt land. Ennfremur eiga þær
beitarítölu í úteyjum þeim, er undir
þær liggja, minnst fyrir 6 en mest
fyrir 16 sauði eða fullorðnar kind-
ur. Ei verður sagt, að jarðir hér liggi
undir neinum áföllum, enda verður
eigi sagt, að þær gangi neitt af sér.
Aftur á móti hafa stöku jarðir tekið
nokkrum bótum að því er snertir
tún þeirra, og á það sér einkum stað
um Ofanleiti og Stakkagerði......
Fjársöfn eru haldin nokkrum
20
BLIK