Blik - 01.06.1980, Síða 26
þessum stöðvum, var því hlaðið í
klettaskúta, sem nefndir voru ból
(heyból, fjárból) og látið brjótast
þar. Einnig var það látið í heytóftir,
ef engin ból voru álægt af náttúr-
unnar hendi, svo sem í Yztakletti.
Þó mun fyrir mitt minni hafa verið
heyjað víðar, en ég hefi hér nefnt,
t.d. i Suðurey og á Grasnefinu í
Miðkletti....“
Þetta var þá hluti af grein þeirri,
sem Þorsteinn Jónsson skrifaði um
heyskap bændafólks í Eyjum í
klettum og úteyjum Vestmannaeyja
fyrir og um síðustu aldamót. Hann
tjáir okkur einnig, að heyjað hafi
verið í Bjarnarey árið 1920. Þá
fullyrðir hann, að síðast hafi verið
heyjað í Elliðaey 1927 og í Yzta-
kletti sumarið 1940. Á Stóra-Klifi
mun síðast hafa verið heyjað
sumarið 1942.
Sigfús M. Johnsen segir um út-
eyjaheyskapinn í Sögu Vestmanna-
eyja (2. b., bls. 33-34): „Sláttur
hófst í úteyjum um 10 vikur af
sumri. Slægjulandið var valliendi
og hvammar utan við fuglabyggð-
ina. Eigi þótti það skemma hagbeit í
úteyjum, þótt slegið væri, fremur
bæta, því að gras lagðist í legur og
vildi slepja, ef eigi var slegið. í
úteyjum var hey hirt í heyból (þ.e.
hella eða skúta) og látið vera þar
unz það var búið að brjóta sig.
Bundið var það upp úr heybólunum
á haustin og flutt heim. Ef illa
viðraði, þótti slæmt „að liggja“ yfir
heyi í úteyjum og burður á
heyböggum í heyból hið versta
verk, því að fara varð um brattar
brekkur og einstigi. Hinu sama
gegndi, er hey var bundið úr bólum
og borið á skip, var þá keppzt mjög
við, því að heyflutningum varð að
ljúka á sama degi... Úteyjaheyið
er kjarngott mjög og mengt, svo að
það var eigi talið gjafarhæft kúm
nema með léttara heyi. Menn töldu
hálfs mánaða hrakið úteyjahey eins
gott til fóðurgildis eins og grænt
hey af mögru túni. — Við flutning á
heyi úr úteyjum mátti „gefa því“
ofan fyrir hátt standberg í böndum.
Það var kallað „að gefa á heyhæl“.
Var þá staurdrumbur rekinn niður á
bjargbrúnni og bandið látið leika á
honum. Þvert fyrir var þá stundum
hafður bjargstokkur. Sumstaðar
var 50 faðma (100 m) berg, þar sem
heyi var gefið niður, og heyið
bundið í snarbrattri brekku frammi
á brún.
Úr Suðurey var hey flutt upp í
Klauf á bátum og þaðan á hestum
heim. Heyið var sótt í úteyjar á
stórskipum.....“
Sigfús M. Johnsen fæddist í Vest-
marinaeyjum árið 1886 og ólst þar
upp. Foreldrar hans höfðu ábúð á
einni Kirkjubæjajörðinni. í upp-
vexti sínum kynntist hann því vel at-
höfnum Eyjamanna til sjós og lands
og þá líka heyskaparháttum þeirra í
úteyjum og klettum Eyjanna.
„Nýjatún“
Árið 1963 birti ég í Bliki stutta
grein um svokallað Nýjatún í Vest-
mannaeyjum. Það var ræktað á
24
BLIK