Blik - 01.06.1980, Side 27
árunum 1870-1871. Tvennt olli
þeim ræktunarframkvæmdum. Á
undanförnum árum hafði aflaleysi í
Eyjum verið mjög tilfinnanlegt, svo
að sultarvofan sat við hvers manns
dyr þurrabúðarmanna og fjöl-
skyldna þeirra í kauptúninu. Fá-
tæklingar liðu skort og nauð.
Alvarlegasta vandamálið var þó
mjólkurskorturinn, sem allur þorri
manna í kauptúninu sjálfu leið af,
svo að heilsa fólksins var í stórlegri
hættu.
Þá var það að ráði milli stiftamts-
mannsins annars vegar og sýslu-
mannsins í Eyjum, Bjarna E.
Magnússonar, hins vegar að stofna
til ræktunarframkvæmda á Heima-
ey. Tennt vakti þá fyrir hinum
ráðandi mönnum: Ræktunarstörfin
skyldu unnin í eins konar atvinnu-
bótavinnu og svo skyldu þau stuðla
að aukinni mjólkurframleiðslu í
kauptúninu. Tvær flugur skyldu
þannig slegnar í einu höggi. Það er
háttur búmanna.
Tún skyldi ræktað i námunda við
höfnina. Þannig varð það auðveld-
ara að flytja slóg og annan fiskúr-
gang á túnið, en þá voru handbörur
helzta flutningatækið. Þá var þetta
túnstæði einnig valið með tilliti til
þess, að bændurnir fyndu minna
fyrir þeim órétti, sem þeir töldu sig
vera beitta með ákvörðun þessari,
þar sem þeir höfðu einkarétt á öllu
landi Heimaeyjar samkvæmt bygg-
mgarbréfum þeirra. Þó spruttu
deilur af þessum gjörðum yfirvald-
anna. En þær hjöðnuðu brátt, enda
var túnstæðið að töluverður leyti
innan verzlunarsvæðisins.
Nýjatún var um 6 dagsláttur að
stærð eða nálega 2 hektarar. Það lá
kippkorn sunnan hafnarinnar eða
hafnarvogsins. Bárustígur var á
austurmörkum þess. Gatan, sem lá í
vestur frá suðurenda hans, (Breið-
holtsvegur, síðar Vestmannabraut)
var við suðurmörk túnsins. (Sjá
Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í
Vestmannaeyjum, 1963, bls.
306-310).
Danskir brautryðjendur
Þá er við hæfi að minnast hér
danskra hjóna, sem bjuggu um ára-
tuga skeið í Vestmannaeyjum og
kenndu Vestmannaeyingum að
rækta kartöflur og neyta þeirra.
Þetta mæta danska fólk hét frú
Ane Johanne Ericsen og Carl
Wilhelm Roed „Höndlunarþjónn",
áður en þau giftust. (Sjá grein hér í
ritinu, bls. 106).
Tilfinnanlegur mjólkurskortur gerir
vart við sig.
Árið 1880 voru aðeins 45 kýr
mjólkandi í Vestmannaeyjum, eða
um það bil ein kýr á hverja bónda-
fjölskyldu og tæplega það. Þá
bjuggu í Eyjum 557 manns. Tólf
árum síðar eða árið 1892 voru Eyja-
kýrnar aðeins 35 að tölu. Þá hafði
þar um árabil verið ríkjandi til-
finnanlegur mjólkurskortur, og
algjör hjá fjölskyldum tómthús-
mannanna eða þurrabúðarmann-
anna.
blik
25