Blik - 01.06.1980, Síða 34
(Sjá nánar grein um Framfara-
félag Vestmannaeyja í Bliki, ársriti
Gagnfræðaskólans í Vestmanna-
eyjum, árganginum 1953, bls. 1-14).
Ég get fullyrt, að fáir Eyjamenn
báru hagsældir og framfarir með
fólkinu í Eyjum meir fyrir brjósti en
Sigurður bóndi Sigurfinnsson á
Heiði, skipstjóri og hreppstjóri. Á
árunum 1891-1897 skrifaði hann
fréttapistla í blaðið Fjallkonuna í
Reykjavík. Efni þeirra var að miklu
leyti um athafnalíf Eyjafólks,
sjávarafla og landbúnað. Þar
stendur m.a. skrifað:
„Svo sem byggingarbréf Eyja-
bænda bera með sér, þá voru Eyja-
jarðir ekki leigðar á erfðafestu.
Þennan skort á réttindum litu
margir Eyjabændur heldur óhýru
auga. Þeim fannst ekki taka því að
fórna miklu starfi og fjármunum í
aukna ræktun, þar sem erfingjar
þeirra fengu ekki að njóta þeirra
framkvæmda, heldur kæmu þær
landsdrottni fyrst og fremst til
góða, þar sem jarðarleigan hækk-
aði, ef mikið hafði verið unnið til
bóta jörðinni. Það voru því ein-
skærar tilviljanir, er börn bænd-
anna, eitt eða fleiri, sóttust eftir að
fá ábúðarrétt þar að foreldrunum
látnum. — Og fleira var það, sem
beindi huga bændasonanna frá
landbúnaði í Eyjum. Auknar jarða-
bætur og framkvæmdir við rækt-
unarstörf voru skattlagðar af ríkis-
valdinu.“ Sigurður Sigurfinnsson
skrifar í Fjallkonuna í nóvember
1891: „En til hvers er að vinna að
því að stækka tún? Tólffalt
eftirgjald við það, sem jörðin álízt
að geta hækkað í verði fyrir
jarðabótina. Óviss eftirtekja og lítil
laun fyrir jafn kostnaðarsamt verk,
sem grjótuppbrot er hér og sléttun á
úthögum. Svo ganga erfingjar
örsnauðir frá, ef ónýtir svaramenn
eiga hlut að máli. Fengist það tún,
sem ræktað væri, með erfðafestu,
væri það mikil hvöt til umbóta.
...“ Ennfremur skrifar hann 1891:
„Æskilegt var sumarveðrið í
ágúst og fram í september. Sumir
bændur fengu 16-40 tunnur af garð-
ávexti. Má nú segja, að garðræktin
sé aðalbjargræðisvegur hjá all-
mörgum hér í Eyjum. Sá atvinnu-
vegur hefur vaxið mjög s.l. 12 ár,
þó að jarðarbóndi hver verði að
greiða 50 aura í sveitarsjóð fyrir
hverja 10 ferfaðma í kálgarði, er
hann hefur utan túns. En 75 fer-
faðma má hver hafa tollfría..“
„Hver þurrabúðarmaður má
hafa 200 ferfaðma án sérlegs gjalds,
en greiða skal hann skatt fyrir
hverja 10 ferfaðma þar umfram, 50
aura fyrir ferfaðminn í sveitarsjóð".
Alls nam þetta aukagjald í sveitar-
sjóðinn kr. 115.oo haustið 1891.
Á öðrum stað sama ár segir Sig-
urður Eyjabóndi: „Rýrar ær, léleg
fénaðarhöld. Kýr mjólka mjög illa,
eins og venjulega. Kýr mjólka hér
betur á veturna.“
Rýrir úthagar ollu því, að kýr
Eyjamanna mjólkuðu illa að sumr-
inu, enda var þá kraftfóðurgjöf
ekki þekktur þáttur í mjólkurfram-
32
BLIK