Blik - 01.06.1980, Page 37
undir. En að reiða á þeim fiskslóg
°g annan slíkan úrgang, þótti jafnan
ueyðarúrræði, sem fáir þáru við.
t*að var fátítt framtak. Heldur var
Þá slógið látið grotna niður við
höfnina eða í henni.
Vélbátaútvegurinn hefst
Árið 1906 hófst vélbátaútvegur-
>nn í Vestmannaeyjum. Á þeirri ver-
tíð voru bátarnir aðeins tveir. Á
næstu vertíð (1907) gerðu Eyja-
nienn út 22 vélbáta og voru eigend-
ur þeirra 119 talsins. Að tveim árum
•iðnum voru vélbátar Eyjamanna
°rðnir 47. Það var fjórða vertíð vél-
bátaútvegsins. Svo ör var þesi þró-
un. Tekjur útgerðarmannanna,
bátaeigendanna, urðu alveg ótrú-
•ega miklar af þessum atvinnu-
rekstri. Nokkur hluti þeirra voru
jafnframt bændur á Heimaey eða
höfðu jörð til afnota. Landbúnaður
Þeirra féll að miklu leyti í skuggann
fyrir þessum gróðasæla atvinnu-
vegi, vélbátaútveginum. Ekki
minnst sökum þessarra stórvægi-
legu breytinga á atvinnulífi Eyja-
manna, lognaðist starf Framfara-
félags Vestmannaeyja, búnaðarfé-
lagsins, alveg útaf árið 1914 og í
rauninni fimm árum fyrr eins og
áður er getið.
Áhugi almennings með bændum
og búaliði á rekstri landbúnaðar, og
þar með allri mjólkurframleiðslu,
hvarf með hinni miklu atvinnu og
gróða af rekstri vélbátaútvegsins
þar til afleiðingarnar tóku að segja
01 sín með því að heilsu manna fór
blik
hrakandi sökum mjólkurskortsins.
Á sama tíma tvöfaldaðist mann-
fjöldinn í kauptúninu á fáum árum.
Haustið 1906 voru 657 manns
heimilisfastir í Vestmannaeyjum.
Fjórum árum síðar eða haustið
1910 voru þar heimilisfastir 1319
manns. Hinn öri vöxtur vélbátaút-
vegsins hafði þessi áhrif á fólks-
fjölgunina í byggðarlaginu. Á
þessum fjórum fyrstu árum þessa
útvegs fjölgaði mjólkurkúm aðeins
um 10. Þannig féll ,,kúahald“ Eyja-
búa strax í skuggann fyrir hinum
nýja útvegi.
Auðvitað sótti til Eyja fjöldi
aðkomumanna á hverri vertíð, sem
þá dvaldist þar við sjóróðra og fisk-
vinnslu, og hvarf svo heim til sín að
vertíðarlokum.
Þessari öru þróun fylgdi ýmis-
legt, sem miður fór á vertíðinni.
T.d. var mjólkurskorturinn til-
finnanlegur. Sérstaklega fengu
börnin og aldraða fólkið að kenna á
því alvarlega fyrirbrigði.
Fjöldi ungra hjóna fluttist til
Eyja á þessum uppgangsárum vél-
bátaútvegsins og barnafjöldinn í
kauptúninu var mikill í hlutfalli við
fólksfjöldann í heild. T.d bjuggu
rúmlega 2000 manns í Eyjum árið
1918. Af þeim mannfjölda voru 633
börn innan 10 ára aldurs eða tæp-
lega þriðjungur hins heimilisfasta
fólks. Þá munu um 500 manns utan
af landi hafa sótt atvinnu til Eyja á
vetrarvertíð.
Haustið 1917 voru í Eyjum 102
kýr og kelfdar kvígur. Þá var
35