Blik - 01.06.1980, Síða 44
félagsskapur næði yfir fleira við-
víkjandi jarðræktinni hér.“
Enn var sem sé hvatt til félags-
skapar í byggðarlaginu um jarð-
ræktar- og garðræktarmálin. Og
enn fengu þær tillögur enga áheyrn
hjá almenningi í Eyjum.
Bjargráðanefnd, sem svo var
kölluð, var þá starfandi í 'Eyjum á
vegum hins opinbera eins og víða í
hreppsfélögum landsins sökum
hinna miklu erfiðleika af völdum
heimsstyrjaldarinnar 1914-1918. —
Eftir nokkrar vangaveltur var það
ráð tekið til bjargar kartöflurækt
Eyjafólks að festa kaup á 300 tunn-
um af útsæðiskartöflum frá Dan-
mörku handa Eyjamönnum, og
njóta síðan umsjónar og fræðslu
Einars Helgasonar, garðyrkjufræð-
ings og ráðunauts í Reykajvík um
notkun þessa útsæðis og hirðingu
og eftirlit í kartöflugörðum Eyja-
manna. Þessi ráð tókust mætavel,
og fengu Eyjamenn um 2A þeirrar
uppskeru haustið 1918, sem þeir
höfðu fengið að jafnaði á undan-
förnum árum, áður en „kartöflu-
plágan mikla“ dundi yfir.
Mörgu var ábótavant. Engin
samtök. Hver baukar sér. Allt
eftirlit skortir.
Árið 1920 fluttist Páll V. G.
Kolka læknir til Vestmannaeyja og
settist þar að. Hann varð þar
kunnur sjúkrahússlæknir. Læknir
þessi ól með sér brennandi áhuga á
velferðarmálum fólksins, svo sem
atvinnumálum, fræðslu- og heil-
brigðismálum. — Eftir að læknir-
inn settist að í Eyjum, tók hann
brátt að skrifa um ýmis velferðar-
mál Eyjamanna. M.a. skrifaði hann
um mjólkurmálin þar, mjólkur-
skortinn í bænum og þörf á miklu
meiri ræktunarframkvæmdum á
Heimaey en þá áttu sér stað.
Þegar hann hafði búið í Eyjum í
fjögur ár, gerðist hann einn af
stofnendum Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja. Það var sem sé árið
1924.
Eftir 12 ára dvöl í kaupstaðnum
skrifaði læknirinn grein um mjólk-
urmálin í byggðarlaginu á Heimaey.
Sú grein vakti mikla athygli. Lækn-
inum fannst lítið hafa munað fram
á við í þeim efnum á undanförnum
árum, þó að Búnaðarfélagið væri
þá búið að starfa í 8 ár. — Þó
viðurkenndi læknirinn í skrifum
sínum, að ýmislegt hefði miðað vel
fram á við í ræktunarframkvæmd-
um og störfum búnaðarfélags-
stjórnarinnar síðan Búnaðarfélagið
var stofnað. En margt sat þar líka
enn við sama gamla heygarðshorn-
ið, t.d. dreifing mjólkurinnar til
kaupendanna, heilbrigðiseftirlit,
meðferð mjólkurinnar, hreinlætis-
eftirlit o.m.fl. Ekkert af þessu átti
sér stað eða var framkvæmt í
byggðarlaginu.
Ekki er ófróðlegt að lesa þessi
skrif læknisins og íhuga þau. Þau
eru líka sálfræðilegs efnis.
Hann segir þar: „Menn eru
margir þannig gerðir hér, að ef þeir
42
BLIK