Blik - 01.06.1980, Side 53
ráðaréttur yfir landi á Heimaey sé
ákveðinn eftir vissum reglum, svo
að hver og einn hafi að vissu að
ganga. Þá mun ræktuninni miða
fljótt áfram...Eitt og annað, sem
til umbóta horfir, hefur áður verið
nefnt. Vér skulum þó að síðustu í
stuttu máli leyfa oss að leggja til:
1. Að sauðfénaður verði enginn
hafður á Heimaey og hestaeign
verði takmörkuð.
2. Að akfær vegur verði lagður
suður í Stórhöfða og kringum
Helgafell.
3. Að hverju býli á eynni verði
mæld út ákveðin spilda til ræktunar
og beitar......
4. Að kaupstaðarbúum sé gefinn
kostur á landi til ræktunar, 1-2 ha.
stórar skákir.
5. Að sambeit sé engin á Heima-
ey. Hver hafi sína skepnu á því
landi, sem hann fær til umráða.
6. Þeir, sem nú hafa tekið tún til
ræktunar, fái útmælt hæfilega stórt
beitiland.
7. Mönnum sé gefinn kostur á að
fá land til garðræktar, eftir því sem
ástæður eru til.“
Þá hefi ég skráð hér nokkurn út-
drátt úr hinni merku grein búnaðar-
málastjóra, eftir að hann hafði
kynnt sér landgæði til ræktunar á
Heimaey, svo sem jarðveg og legu
landsins. Þá kynnti hann sér einnig
ábúðarétt bænda þar og leiguliða-
samninga við landsdrottin, sjálft
ríkið.
Óneitanlega hafði afstaða bún-
aðarmálastjóra, Sigurðar Sigurðs-
sonar, til jarðræktarmálanna í
Eyjum mikil áhrif á hug og hjarta
Eyjafólks, ef ég mætti komast
þannig að orði, — og þá ekki sízt
bændurna og búalið, sem ekki vissi
annað sannara og réttara, en að
Eyjabændur hefðu óskoraðan rétt
til valds og ráða yfir öllu landi á
Heimaey, láglendi, hæðum og fjöll-
um.
Þó er mér persónulega þessi
skilningur þeirra á réttinum mikla
hulin ráðgáta. Ástæðan er sú, að ég
hefi í hendi mér byggingarbréf
annars bóndans í Þórlaugargerði,
dag- og ársett 1. febr. 1905. Þá var
Jón Magnússon sýslumaður í Vest-
mannaeyjum. Hann byggir bóndan-
um Jóni Péturssyni Eystra-Þór-
laugargerðið.
Þegar þessi mál voru öll í deigl-
unni í Eyjum, var Kristján Linnet
bæjarfógeti þar og umboðsmaður
ríkisins gagnvart bændum. Bæjar-
fógetinn var mjög hlynntur því, að
land Heimaeyjar yrði allt mælt og
„þurrabúðarmönnum“ gefinn
kostur á landi til ræktunar í mun
stærra mæli en áður hafði átt sér
stað. Ekki verður annað sagt, en að
áhrif þessa embættismanns reynd-
ust mikilvæg gagnvart landsdrottni
og tillögur hans teknar til greina.
Stjórn Búnaðarfélags Vest-
mannaeyja hafði nána samvinnu
við bæjarfógeta í málum þessum.
Þróun þessara mála varð mjög
hagkvæm almenningi í Eyjum.
Heimsókn búnaðarmálastjóra til
Eyja árið 1925 leiddi til samkomu-
blik
51